Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2013 | 23:55

PGA: Kevin Streelman sigraði á Tampa Bay Championship

Það var Bandaríkjamaðurinn Kevin Streelman, sem stóð uppi sem sigurvegari á Tampa Bay Championship.  Streelman spilaði á samtals 10 undir pari, 274 höggum (73 69 65 67).

Í 2. sæti varð landi hans Boo Weekley tveimur höggum á eftir, þ.e. á samtals 8 undir pari, 276 höggum (72 70 71 63) en hann átti lægsta skor á lokahring Tampa Bay, glæsileg 8 undir pari, 63 högg.

Í 3. sæti varð síðan enn einn Bandaríkjamaðurinn Cameron Tringale á samtals 7 undir pari og 4. sætinu deildu 3 góðir: Luke Donald (70 72 67 69); Greg Chalmers (71 68 69 70) og Justin Leonard (71 69 67 71).

Til þess að sjá úrslitin í heild á Tampa Bay Championship SMELLIÐ HÉR:

(Hápunktar og högg 4. hrings verður getið í sérstakri grein á morgun)