Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2013 | 17:00

The Clicking of Cuthbert 8. saga: Akkílesarhællinn

Hér er komið að 8. smásögunni í golfsmásagnasafni PG Wodehouse, en golfsmásögur hans hafa verið sunnudagsgolfsmásögurnar hér á Golf 1 undanfarna mánuði.  Þessi heitir „Akkílesarhællinn.“  Til þess að fræðast nánar um höfund smásagnanna, PG Wodehouse sem var mikill golfáhugamaður SMELLIÐ HÉR: 

En hér fer 8. sagan í golfsmásagnasafni PG Wodehouse „The Clicking of Cuthbert“ og heitir hún Akkílesarhællinn:

Elsti félaginn sat í klúbbhúsinu og horfði á yngri félagann sem sagði: „Aldrei aftur.“  „Þú ert þó ekki að hætta í golfi einu sinni enn? spurði Elsti félaginn. „Nei ekki í golfi“ svaraði sá yngri. „Því að veðja á golf,“ sagði hann.  „Ef þetta fær þig til að hætta að veðja þá er þetta blessun“ sagði sá eldri því „það er ekkert öruggt í golfi.“ „Ég er að velta því fyrir mér hvort ég hafi sagt þér söguna um Vincent Jopp?“

„VINCENT JOPP? – Bandaríska milljarðamæringinn?“

„Það er maðurinn. Þú vissir það ekki að hann var eitt sinn ás frá því að sigra American Amateur Championship?“

„Ég hef aldrei heyrt það að hann spilaði golf.“

„Hann spilaði, en af sérstaklri ástæðu. Eftir það hætti hann og hefir ekki snert kylfu síðan.  Hringdu á sítrónusafa fyrir mig og ég segi þér söguna.“

Síðan sagði Elsti félaginn frá því að hann hefði eitt sinn unnið sem ritari fyrir Vincent Jopp.  Hann hefði eitt sinn af tilviljun litið í dagbók Jopp og séð færsluna fyrir 3. maí, en þar stóð „Biðja Amelíu“ …. og síðan 1. júní „Kvænast Amelíu.“

Að morgni 4. maí kom Jopp inn á skrifstofuna og ávarpaði Elsta félagann sem alltaf „Hæ þú!“  „Herra Jopp?“ svaraði Elsti félaginn.  Og þá kom spurningin:

„Hvað er golf?“  „Það er leikur er það ekki?“

„Ég býst við að það megi lýsa því þannig, en það er svolítið „off“ að lýsa einu því heilagasta….“

„Hvernig spilar maður golf?“ greip Jopp fram í.

„Maður slær bolta með priki þar til boltinn fellur í holu,“ svaraði Elsti félaginn.

„Það er auðvelt,“ sagði Jopp. „Skrifaðu þetta hjá þér….5. maí byrja í golfi. Hvað er meistaramót áhugamanna?

„Það er árleg keppni þar sem skorið er úr um hver af áhugamönnunum í golfi sé bestur. Það er líka til mót atvinnumanna og Opna breska.“

„Oh, það eru líka til atvinnumenn, hvað gera þeir?“

„Þeir kenna golf“

„Hver er þeirra bestur?“ spurði Jopp.

„Það mun vera Sandy McHoots, sem vann bæði Opna breska og Opna bandaríska á síðasta ári.“

„Sendu honum símskeyti um að hann eigi þá þegar að koma hingað.“

„En McHoots er í Inverlochty í Skotlandi“ sagði Elsti félaginn.

„Skiptir ekki máli – Segðu honum að koma og hann má nefna sín eigin laun. Hvenær er þetta meistaramót áhugamanna?“

„Ég held að það sé 12. september á þessu ári,“ svaraði Elsti félaginn.

„Allt í lagi. Skrifaðu þetta: 12. september sigra meistaramót áhugamanna.“

Elsti félaginn starði undrandi á Jopp.  En Jopp horfði ekki tilbaka. Sagði bara: „Náðirðu þessu? Ó ég gleymdi,, 12. september skrifaðu muna fundi um korn og hveiti og 13. september kvænast Amelíu!“

„Kvænast Amelíu“ át ég eftir.

„Hvar spilar maður þetta – hvað heitir þetta nú aftur – golf?“

„Í klúbbum allstaðar í landinu. Ég er félagi í Wissahicky Glen.“

„Er það góður klúbbur?“

„Mjög góður.“

„Gerðu ráðstafanir þannig að ég verði félagi í klúbbnum.“

******************************************************

Sandy McHoots mætti síðan á skrifstofu Jopp.

„Hr. McHoots geri ég ráð fyrir?“ spurði Jopp.

„Mmph!“ svaraði meistari Opna breska.

„Ég hef sent eftir yður vegna þess að þér eruð einn besti kylfingurinn í þessum golfleik.“

„Aye“ svaraði meistarinn. „Það er ég.“

„Ég vil að þú kennir mér. Ég er nú þegar svolítið á eftir áætlun, þar sem þetta var svo löng ferð fyrir þig, þannig að byrjum strax. Nefndu nokkra mikilvægustu þætti leiksins. Ritarinn minn mun punkta þá niður og ég mun leggja þá á minnið. Þetta sparar okkur tíma. Hvað er það mikilvægasta sem þarf að muna þegar maður spilar golf?“

„Að halda heisnum kyrrum.“

„Það er auðvelt.“

„Egi eins auðvelt o þa hjomar.“

„Vitleysa“ gall í Vincent Jopp. „Ef ég ákveð að halda hausnum á mér kyrrum þá verður hann kyrr. Ég mun fara eftir þessu hvað svo?“

„Hatu augonum a bolanum“ „Ég geri það – Hvað svo?“

„Egi pressa.“

„Ég geri það ekki – Haltu áfram.“  Og McHoots þuldi upp tylft af grunnreglum golfsins og Elsti félaginn, þá ritari Jopp, skrifaði þá nniður.

Vincent Jopp stúderaði listann. „Mjög gott – Þetta er auðveldara en ég hélt.  Komdu á morgun á 1. teig á Wissahicky Glen kl. 11:00 stundvíslega , Hr. McHoots.“

„Hæ þú!“

„Herra“ svaraði ég.

„Farðu og keyptu sett handa mér, rauðan jakka og der og golfskó og einn golfbolta.“

„Einn golfbolta?“ spurði ég.

„Auðvitað, það er ekki þörf á fleirum eða hvað?“

„Það gerist stundum,“ útskýrði Elsti félaginn „að leikmaður, sem er að læra, slær ekki beint og þá tapar hann bolta sínum í kargann við hliðina á brautinni.“

„Fáránlegt,“ hvæsti Vincent Jopp. „Ef ég ætla mér að dræva bolta mínum beint, þá fer hann beint.  Sælir Hr. McHoots. Þér verðið að afsaka. Ég verð nú að fara að sinna Woven Textiles Ldt.“

Golf er í eðli sínu auðveldur leikur. Þið hlæjið e.t.v.  skörpum, bitrum, geltandi hlátri en þetta er engu að síður satt. Það sem meðalmaðurinn flaskar á er að gera auðvelda hluti flókna. En Vincent Jopp var „súperman.“ Elsti félaginn sagðist hafa heyrt um menn sem aldrei hefðu synt á ævinni en hefðu síðan stungið sér til sunds og unnið stór sundmót. Það var einmitt í þessum anda sem Vincent Jopp hóf að spila golf. Hann lagði allt sem McHoots sagði á minnið fór síðan á linksarann og gerði eins og honum var sagt. Hann fór á teig með skýra mynd af því sem hann ætlaði sér og framkvæmdi síðan. Hann var alls óhræddur eins og byrjendur eru stundum, um að pull-a eða slæsa eða að hann héldi of fast um kylfuna. Að draga hendurnar að sér voru mistök, var honum sagt, þannig að hann gerði það ekki. Að halda of fast um kylfuna voru mistök, þannig að hann gerði það ekki.

Með þessari skrýtnu einbeitingu sinni, sem kom honum svo vel í viðskiptum, þá gerði hann nákvæmlega það sem hann ætlaði sér, hvorki meiri né minna. Golf með Vincent Jopp voru nákvæm vísindi.

Sumir ná tökum á golfinu fyrr en aðrir. Quill ofursti var einn þeirra, hann notaði afsagaðan rúmfót sem golfkylfu og var orðinn „scratchari“ í árslok.

En engum sagði Elsti félaginn hafði tekist að gerast scratchara á einum morgni líkt og Jopp tókst.

Munurinn á áhugamönnum og atvinnumönnum er m.a. að þeir síðarnefndu miða alltaf á pinna meðan að þeir fyrrnefndu reyna að komast nálægt pinna. Jopp reyndi alltaf við pinnann. Hann reyndi að setja boltann niður þegar hann var einhvers staðar innan 220 yarda (200 metra). Eina skiptið sem Elsti félaginn varð vitni að óánægju Jopp með högg var þarna á fyrsta deginum þegar hann setti boltann 10 cm frá holu á par-4 280 yarda (256 metra) holunni.

„Frábært högg“ hrópaði Elsti félaginn.

„Of mikið til hægri“ svaraði Jopp vonsvikinn.

Jopp vann síðan allt sem hægt var að vinna að svo komnu –  öll innanfélagsmót í klúbbnum í maí, júní, júlí, ágúst og september. Í lok maí var Jopp farinn að kvarta að Wissahicky Glen væri ekki nógu fínn og krefjandi völlur.  Vallarnefndin sat löngum stundum að reyna að aðlaga forgjöf Jopp þannig að aðrir ættu sjéns í hann – en allt kom fyrir ekki. Golfsérfræðingar blaðana skrifuðu greinar um golfleik hans. Og allir töldu það bara formsatriði að hann myndi vinna í meistaramóti áhugamanna. Það hefði verið öruggt að veðja á Jopp …. en endilega lesið framhaldið …..

*******************************************

American Amateur Championship (bandaríska meistaramót áhugamanna) fór þetta árið fram í Detroit (Michigan). Eins og Elsti félaginn hafði bókað var Jopp mjög upptekinn á fundum varðandi korn og hveiti þá dagana sem mótið fór fram og dagana þar á undan.  Elsti félaginn fylgdi yfirmanni sínum á völlinn og meðal skyldna í ritarastarfi hans var að vera kylfusveinn. Á hverjum degi fylgdi Elsti félaginn yfirmanni sínum út á golfvöll með bókina sína góðu og punktaði niður, þar sem Jopp bað hann um, jafnvel þó leikur hans flæktist stundum vegna þess mikla fjölda símskeytastráka, sem voru sífellt að koma með ný og ný skilaboð. Jopp las skeytin á milli högga og síðan dikteraði hann svörin – nokkuð sem olli andstæðingunum óþægindum.

Svo var það eitt sinn þegar Elsti félaginn var að hvíla sig í hótellobbíi eftir erfiðan dag í heimi viðskipta, sem ritari og kylfusveinn að hann fékk boð um að ungfrú Amelía Merridew vildi hitta hann. Nafnið virtist kunnuglegt. Síðan mundi Elsti félaginn að Amelía var nafnið á stúlkunni sem Jopp hafði sagst ætla að kvænast.

Elsti félaginn flýtti sér til stefnumóts við Amelíu og fann hávaxna, mjóa stúlku sem virtist óstyrk.

„Ungfrú Merridew?“ spurði Elsti félaginn.

„Já,“ svaraði stúlkan. „Þér kannist eflaust ekki við nafnið.“

„Jú, eruð þér ekki stúlkan sem Jopp ætlar að….“

„Ég er sú, ég er sú….ó, hvað á ég að gera?“

„Segðu mér nánar frá þessu“ byrjaði Elsti félaginn.

„Þú ert kylfusveinn Jopp á morgun í meistaramótinu?“ spurði Amelía.

„Ég er sá.“

„Væri þá of mikið að biðja þig að hrópa búhhhh!!!! á hann þegar lítur út fyrir að hann muni vinna!“

Elsti félaginn var undrandi. „Ég skil ekki?“

„Ég held að ég verði þá að segja þér frá öllu, en þú verður að halda öllu fyrir þig,“ sagði Amelía.

Síðan sagði hún að hún væri trúlofuð Jopp, með lausnarskilyrði.

„Lausnarskilyrði?“

Síðan sagði Amelía sögu sína. Hún sagði að Jopp hefði beðið hennar en hún vildi í raun gera hvað sem er annað í heiminum en að giftast honum. En hvernig gat hún sagt nei?  Hún vissi að ef hún segði „nei“ hefði hann sannfært hana um það gagnstæða með rökum á innan við 2 mínútur. Síðan sagðist Amelía hafa fengið hugmynd. Þar sem Jopp hefði aldrei spilað golf lofaði hún að giftast honum með því skilyrði að hann ynni meistaramót áhugamanna en annars væri hún laus allra mála. Og nú komst hún að því að hann væri frábær kylfingur. Þetta væri ekki sanngjarnt!!!

„Hann var ekki kylfingur, þegar þú settir skilyrðið“ sagði Elsti félaginn. „Hann byrjaði að spila daginn eftir að þið töluðuð saman.“

„Það er ótrúlegt!!! – Hvernig gat hann hafa orðið svona góður á svona skömmum tíma?“

„Vegna þess að hann er Vincent Jopp! – Í hans orðaforða er orðið ómöguleiki ekki til!!“

„Þvílíkur maður“ sagði Amelía og skalf. „Ég vil ekki giftast honum – ég vil giftast öðrum. Gerðu það hrópaðu búhhhh þegar hann er kominn í niðursveifluna.“

„Það þarf miklu meira til en að hrópa búhhhh til þess að koma Jopp úr jafnvægi,“ sagði Elsti félaginn.

„En viltu ekki reyna?“

„Ég get það ekki; hann er vinnuveitandi minn!“

„Ó, gerðu það!!!“

„Nei, skylda er skylda. Auk þess er ég búin að leggja peninga undir að hann sigri.“

Amelía andvarpaði og gekk í burtu.

*********************************

Svo hringdi síminn þegar Jopp var úti á velli að ganga hann fyrir mótið. Í símanum var kona sem sagðist heita Luella Mainprice Jopp og hún sagðist myndu verða á mótinu daginn eftir og óskaði Jopp alls velfarnaðar.  Svo hringdi síminn aftur. Elsti félaginn svaraði. Nú voru skilaboðin þau að frú Jane Jukes Jopp hefði hringt og óskaði Jopp velfarnaðar í mótinu. Hún sagðist ætla að verða á mótinu á morgun að fylgjast með honum sigra. Enn hringdi síminn og nú var það frú Agnes Parsons Jopp, sem hringdi og sagðist ætla fylgjast með Jopp.

Jopp kom inn og spurði um skilaboð.  Elsti félaginn sagði honum að allar þrjár fyrrverandi eiginkonur hans hefðu hringt og sagst ætla að fylgjast með honum í mótinu daginn eftir.  Þarna í fyrsta skipti sagði Elsti félaginn fannst honum Jopp verða hverft við og stemmingin varð óþægileg.

*********************************

Svo rann keppnisdagurinn upp. Andstæðingur Jopp var ungur, velútlítandi en stressaður náungi.  Skemmst er frá því að segja að fyrrverandi eiginkonur Jopp tóku hann á taugum og hann tapaði leiknum …. og tók sér aldrei aftur kylfu í hönd (hvernig þær tóku hann á taugum er viljandi sleppt hér í frásögunni – en miklu skemmtilegra er að lesa það á ensku og það geta lesendur Golf 1 jafnvel gert á netinu, en þar má lesa um Akkílesarhælinn í „Clicking of Cuthbert“ á frummálinu.)  X-in 3 voru svo sannarlega akkílesarhæll Jopp!!!

…. og þannig sagði Elsti félaginn við þann yngri í klúbbhúsinu er aldrei hægt að veðja á þann besta í golfi, maður getur aldrei verið öruggur um neitt. Allt getur komið fyrir alla, jafnvel fyrir mesta sérfræðinginn í golfleiknum. Í „nýlegum“ golfleik tók George Duncan (Golf 1 mun verða með kynningu á honum – f. 16. september 1883- d. 15. janúar 1964) 11 högg á holu þar sem menn með 18 í forgjöf eru venjulega á 5 höggum – Minnir svolítið á Daly nú í vikunni á Tampa Bay Championship eða hvað?  Svona endurtekur golfsagan sig í paródíum!!!