Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2013 | 09:30

Spyrjið Stínu

Stina Sternberg er einn besti golffréttamaður í bransanum og þótt víða væri leitað.  Nokkuð merkilegt að kona sé talin ein sú besta í faginu í íþrótt, sem eins og svo margar aðrar er dómineruð af karlmönnum. Stina heldur úti þætti í Golf Digest þar sem lesendur geta beint spurningum til hennar  varðandi allt sem lýtur að golfi, undir fyrirsögninni „Ask Stina.“ Til þess að gefa lesendum smá sýnishorn mætti vísa til apríl eintaks Golf Digest 2013 en þar er eftirfarandi spurningum beint til Stinu:

Sp: Hvort heldur það er félagi minn, eiginkona eða ókunnugur kylfingur sem ég spila við þá veit ég aldrei hvernig ég á að bregðast við þegar einhver slær slæmt högg eða missir af auðveldu pútti. Hvað á ég að segja?

Svar Stínu:  Ég er með einfalda reglu í svona aðstæðum: Segðu ekkert. Það er engin þörf á drama. Bara bregðast við eins og ekkert hafa skeð og halda áfram að spila. Það eru kringumstæður þar sem athugasemd sem lýsir stuðningi á rétt á sér – t.d. ef „breikið“ í flötinni hefir verið sérlega erfitt eða hann eða hún hittir boltann í fyrsta sinn eftir tylft sveiflna.  En í flestum tilvikum eiga samúð, grín, sveilfuráð, falskt lof eða hvatning ekki heima og undirstrika bara óhappapútt eða högg viðkomandi kylfings þannig að honum líður enn verr.  Í millitíðinni verð ég að spyrja: af hverju finnst þér óþægilegt að vera í þessari stöðu þegar þetta gerist? Þetta er hluti af golfi og kemur fyrir okkur öll – jafnvel þig.  Enginn ætti að gera mikið veður úr þessu af því að það er ekkert til þess að gera veður út af.

Sp: Í hvert sinn sem ég geng inn á kvennaklósettið á golfvöllum sé ég að setan er uppi á klósettinu og greinilegt að karlmaður hefir verið inni á kvennaklósettinu og hefir notað það en ekki sett setuna niður aftur (fátt fer meira í taugarnar á konum). Einhverjar hugmyndir hvernig hægt væri að bæta úr þessu? 

Svar Stínu: Þegar ég spila golf er fátt sem fer meira í taugarnar á mér en þetta. Mér er slétt sama þó karlmaður noti kvennaklósettið eða öfugt kvenkylfingur karlaklósett – það getur aukið leikhraða. En ef maður fer inn á klósettið þá á að skilja við það eins og maður kom að því og ef setan hefir verið niðri eiga karlmenn að setja hana að sjálfsögðu niður aftur. Ég held að fæstir þeirra geri sér grein fyrir þvílík móðgun það er við konur að skilja þær eftir uppi. Það er alvarlegt brot á siðareglum. Mitt ráð myndi vera að hafa samband við framkvæmdastjóra klúbbsins og fara fram á sett yrðu upp skilti á kvennaklósettum, þar sem farið væri fram á að seturnar yrðu settar niður að notkun lokinni.  Getið þið ímyndað ykkur hversu vandræðalegt það yrði ef einhver yrði staðinn að því að skilja setuna uppi?  (Innskot Golf 1: Í flestum golfklúbbum hérlendis eru það karlmenn sem eru framkvæmdastjórar, sem að öllum líkindum hefðu akkúrat enga samúð með kvenkylfingum í þessum efnum, sem öðrum og fyrirfram litlar líkur á að þeir myndu beita sér í þessu efni).

Sp: Frændi minn dregur fæturnar svo mikið á flötunum að hann skilur eftir takkaför jafnvel þó hann sé í skóm með mjúkum tökkum. Við köllum hann „shuffles“ í gríni. Hvernig get ég fengið hann til að hætta þessu án þess að særa tilfinningar hans?

Svar Stínu: Gerðu kylfingunum fyrir aftan hollið ykkar greiða og afgreiddu þetta þegar í stað.  Golfskór dagsins í dag skilja eftir sig stór og ljót för á flötum ef fæturnir eru dregnir eftir þeim.. Þessi för gera meira en bara að ergja viðkomandi þegar þeir sjá þau – þau geta haft áhrif á útkomu á viðkomandi holu, því þau geta t.a.m. breytt púttstefnum.  Og þar sem það brýtur gegn golfreglum að laga far á púttlínu þá verður að laga farið áður en næsta holl kemur á flöt. Gerðu frænda þínum grein fyrir þessu og segðu honum að laga förin áður en þið farið af flöt.