Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2013 | 08:00

PGA: Coetzee, Leonard og Streelman efstir fyrir lokahring Tampa Bay Championship – Hápunktar og högg 3. dags

Það eru þeir George Coetzee frá Suður-Afríku, Justin Leonard og Kevin Streelman frá Bandaríkjunum, sem eru efstir og jafnir eftir 3. hring Tampa Bay Championship.   Þeir eru allir búnir að spila á samtals 6 undir pari, 207 höggum.

Í 4. sæti eru 4 kylfingar aðeins 1 höggi á eftir á samtals 5 undir pari, 208 höggum, en það eru Jim Furyk, Tag Ridings og Ben Kohles frá Bandaríkjunum og Greg Chalmers frá Ástralíu.

Það er ekki fyrr en í 8. sæti sem við finnum fyrrum nr. 1 á heimslistanum Luke Donald en hann deilir sætinu með 4 öðrum kylfingum, Bandaríkjamönnunum Bryce Molder, Brian Harman, Jordan Spieth og forystumanni fyrstu 2 daganna, nýliðanum Shawn Stefani, sem átti „slakan 3. hring“ upp á 74 högg.

Allt er opið og allt getur gerst á lokahring Tampa Bay, sem spilaður verður í kvöld en eins og sést hér að ofan munar aðeins 2 höggum á forystunni og þeim kylfingi sem er í 12. sæti.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Tampa Bay Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Tampa Bay Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 3. dags á Tampa Bay Championship sem Sergio Garcia átti SMELLIÐ HÉR: