Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2013 | 11:00

Evróputúrinn: Thomas Aiken sigraði á Avantha Masters

Thomas Aiken frá Suður-Afríku tókst nú fyrir skemmstu að næla sér í 2. titil sinn á Evrópumótaröðinni, með sigri á Avantha Masters.

Aiken spilaði hringina 4 á samtals 23 undir pari, 265 höggum (67 69 62 67) og átti 3 högg á þann sem næstur kom: heimamanninn Gaganjeet Bhullar, sem spilaði á 20 undir pari, 268 höggum (68 69 67 64).

Thomas Aiken lauk keppni skollafrítt á 5 undir pari, 67 höggum, þar sem hann var á 34 eftir fyrstu 9, þökk sé fuglum á 2. og 5. holu. Síðan bætti hann við 3 öðrum fuglum á seinni 9.

Wenchong Liang varð í 3. sæti á samtals 18 undir pari og Kiradech Aphibarnrat frá Thaílandi í 4. sæti á samtals 17 undir pari.

Til þess að sjá úrslit úr Avantha Masters SMELLIÐ HÉR: