Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2013 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra og Texas State luku leik í 3. sæti á Mountain View Collegiate – Berglind og UNCG í 9. sæti

Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og golflið Texas State luku í gær leik á Mountain View Collegiate í Tucson, Arizona.  Mótið stóð dagana 15.-16. mars 2013 og voru þáttakendur 84 frá 15 háskólum.

Valdís Þóra lék á samtals 223 höggum (76 74 73) og bætti sig með hverjum hring. Hún lauk keppni í  34. sæti í einstaklingskeppninni.  Valdís Þóra var á 4. besta skori Texas State og taldi því skor hennar í að koma Texas State í 3. sætið sem er glæsilegur árangur!!!

Berglind lék á samtals 159 höggum (81 78 77) og bætti sig einnig með hverjum hring. Hún varð í 65. sætinu  í einstaklingskeppninni. Hún var líka á 4. besta skori liðs síns, UNCG og taldi því skor hennar líka í að koma UNCG í 9. sætið í liðakeppninni, en liðið fór upp um 4 sæti milli daga.

Næsta mót Valdísar Þóru og golfliðs Texas State er  Challenge at Onion Creek, sem fram fer 1.-2. apríl 2013, í Austin Texas.

Næsta mót Berglindar og UNCG er hins vegar Bryan National @ Greensboro í N-Karólínu, sem haldið er 29.-31. mars, en gestgjafar eru háskóli Berglindar, UNCG ásamt háskóla Ólafíu Þórunnar, GR, Wake Forest.

Til þess að sjá úrslitin á Mountain View Collegiate SMELLIÐ HÉR: