Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tumi Hrafn Kúld – 17. mars 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Tumi Hrafn Kúld. Hann er fæddur 17. mars 1997 og á því 16 ára afmæli í dag. Tumi er í Golfklúbbi Akureyrar (GA).

Tumi er m.a. holukeppnismeistari Akureyrar 2011. Hann tók líka þátt í Unglingamótaröð Arion banka sumarið 2012 og gekk vel, hann varð m.a. í 6. sæti á 3. móti Unglingamótaraðarinnar, sem fram fór í Korpunni.  Eins hefir Tumi tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum og gengið vel.

Sumir ferðuðust langa leið til að spila í Febrúarmóti GSG - feðgarnir Arinbjörn og Tumi Kúld  komu alla leið frá Akureyri. Mynd: Golf 1.

Sumir ferðuðust langa leið til að spila í Febrúarmóti GSG 2012 – feðgarnir Arinbjörn og Tumi Kúld komu alla leið frá Akureyri. Mynd: Golf 1.

Komast má á facebook síðu Tuma til þess að óska honum til hamingju með afmæli hér að neðan:

Tumi Hrafn Kúld (16 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. Bobby Jones, f. 17. mars 1902 – d. 18. desember 1971 (sjá má myndskeið með Bobby Jones með því að  SMELLA HÉR: Sigríður Th. Matthíesen GR, 17. mars 1946 (66 ára). Sjá má nýlegt viðtal Golf1 við Sigríði með því að SMELLA HÉR:; Agnes Sigurþórs, 17. mars 1951 meistari GE í kvennaflokki 1980-1984 og 1986-1991 (61 árs); Phillip Archer 17. mars 1972 (40 ára stórafmæli!!!)  Nora Angehrn, 17. mars 1980 (32 ára), (svissnesk – LET); Aaron Baddeley, 17. mars 1981 (31 árs) … og …

 
  • F. 17. mars 1967
  •  F. 17. mars 1996
  •  Stofnuð 17. mars 1958

    Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

    Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is