Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 17. 2013 | 15:30

Nýju strákarnir á PGA 2013: Eric Meierdierks – (11. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013.

Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1.

Nú er komið að 3 strákum sem deildu 14. sætinu þeim: Matt Jones, Robert Karlsson og Eric Meierdierks.  Byrjað verður á því að kynna Eric Meierdierks.

Eric Meierdierks fæddist í Chicago Illinois, 21. maí 1985 og er því 27 ára. Hann útskrifaðist með gráðu frá Michigan State University, en tók á háskólaárum sínum ekki þátt í golfi. Í dag býr Meierdierks í Wilmette í Illinois.

Nokkrar staðreyndir um Meierdierks:

Uppáhaldsgolfminningin er þegar hann fór holu í höggi þegar hann lék með pabba sínum, 14 ára.

Meierdierks er mikill aðdáandi Chicago Cubs, Chicago Bulls og Chicago Bears.

Það eru ekki margir sem vita að Meierdierks er góður kokkur.

Uppáhaldsvefsíðan hans er espn.com.

Draumahollið myndi vera að spila hring með föður sínum heitnum, Arnold Palmer og Tiger Woods.