Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2013 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín á 3. besta skori Pfeiffer i N-Karólínu e. 1. dag

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2012 og „The Falcons“, golflið Pfeiffer háskóla taka um þessar mundir þátt í tveggja daga móti The Wingate Pinehurst Challenge, sem fram fer dagana 18.-19. mars 2013 í Norður-Karólínu.

Þátttakendur eru 90 frá 16 háskólum.

Fyrsti hringurinn var leikinn í gær og var Stefanía Kristín á 3. besta skori liðs síns „The Falcons“, 85 höggum (43-42) og er hún T-29 í einstaklingskeppninni, þ.e. deilir 29. sætinu með 6 öðrum kylfingum.

„The Falcons“, lið Pfeiffer háskóla deilir 7. sætinu með King College.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Wingate Pinehurst Challenge SMELLIÐ HÉR: