Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2013 | 19:30

EPD: Þórður Rafn á 4 yfir pari eftir 1. dag í Egyptalandi

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék 1. hringinn á 4 yfir pari, 76 höggum á Red Sea Egyptian Classic mótinu, en mótið er hluti af þýsku EPD-mótaröðinni og hófst í dag á   golfvelli Sokhna golfklúbbsins (Ain El Sokhna) í Egyptalandi.

Þátttakendur  í mótinu, sem stendur dagana 19.-21. mars, eru 83.

Þórður Rafn fékk 2 fugla, 10 pör og 6 skolla og er sem stendur í 47. sæti.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag  Red Sea Egyptian Classic SMELLIÐ HÉR: