Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2013 | 11:15

PGA: Hvað er í pokanum hjá sigurvegaranum á Tampa Bay mótinu – Kevin Streelman?

Kevin Streelman sigraði á Tampa Bay Championship nú um helgina og þar með fyrsta mótið sitt á PGA Tour. Hann spilaði á samtals 10 undir pari, 274 höggum og átt 2 högg á næsta mann, Boo Weekly.  Þar með tryggði hinn 34 ára Streelman sér sigur- tékkann upp á $ 990.000 (u.þ.b. 125 milljónir íslenskra króna). 

Sigurpokinn

Sigurpokinn

Eftirfarandi kylfur voru í poka sigurvegarans:

Dræver: Ping G20, Oban Kiyoshi Graphitskaft, 9,5° Loft

3-tré: Ping G25, Oban Kiyoshi Graphitskaft, 15° Loft

Blendingur: TaylorMade Rescue TP, með Aldila NV Grafitskafti 17° Loft

Járn (3-PW): Wilson Staff Ci11 (3), Project X 6.5 stálskaft; Wilson Staff FG Tour V2 (4-9), Project X 6.5 stálsköft.

Fleygjárn: Wilson Staff FG Tour TC (48°, 54°), Project X 6.5 stálsköft; Cleveland 588 (60°), True Temper Dynamic Gold stálskaft

Pútter: Titleist Scotty Cameron GoLo

Bolti: Titleist Pro V1x