Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2013 | 08:55

EPD: Þórður Rafn hefur keppni í Egyptalandi í dag

Þórður Rafn Gissurarson, GR, hefur keppni í dag á Red Sea Egyptian Classic mótinu, en mótið er hluti af þýsku EPD-mótaröðinni. Þátttakendur eru 83.

Mótið stendur dagana 19.-21. mars 2013 og fer fram á golfvelli Sokhna golfklúbbsins (Ain El Sokhna) í Egyptalandi.

Völlurinn er hannaður af þeim John Sanford og Tim Lobb og má skoða skemmtilegt kynningarmyndskeið á egypska golfstaðnum (fannst bara á arabísku) með því að  SMELLA HÉR: 

Þórður Rafn á rástíma kl. 9:50 að staðartíma (kl. 11:50 hjá okkur) Sjá má rástíma keppenda með því að SMELLA HÉR: