Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Nicholls State í 11. sæti á Carter Plantation Invitational í Louisiana eftir 1. dag

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State hófu leik í gær á Carter Plantation Intercollegiate, en mótið er í boði Southeasters Louisiana University. Þátttakendur eru 66 frá 12 háskólum.

Spilað er á golfvelli Carter Plantation golfklúbbsins í Springfield, Louisiana en völlurinn er par-72 og 7104 yarda (6496 metra) langur. Þetta er fyrsti völlurinn sem PGA leikmaðurinn David Toms hannaði, en sjá má myndir af honum á heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Þetta er tveggja daga mót fer fram 18.-19. mars og voru 2 hringir spilaðir í gær og svo verður lokahringurinn spilaður í dag.

Andra Þór hefir oft gengið betur en hann deilir 54. sætinu með 2 öðrum kylfingum  í einstaklingskeppninni og átti hringi í gær upp á samtals 16 yfir pari, 160 högg (78 82).

Lið Nicholls State er í næðstneðsta sætinu í liðkeppninni eða 11. sætinu.