Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2013 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Alexandra Vilatte – (31. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.  Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.

Auk þess hafa allar stúlkur verið kynntar, sem höfnuðu í sætum 15-30 í Lalla Aicha Tour School 2013.  Hér verða nú kynntar 6 stúlkur sem deildu 9. sætinu í  Lalla Aicha Q-school 2013, en það voru:  Charlotte Ellis,  Kate BurnettMaria SalinasJulia DavidssonAlexandra Vilatte og Bonita Bredenhann.  Í gær var Bonita, fyrsti kylfingurinn frá Namibíu til þess að keppa á LET kynnt og í dag er það Alexandra Vilatte, sem ekki er „ný“ ef svo má segja en hún þurfti að fara aftur í Q-school til að endurnýja keppnisrétt sinn.  Þessi franski, viðkunnanlegi kylfingur var nýliði á LET í fyrra, en þá birti Golf 1 eftirfarandi kynningu á henni, sem á enn við í dag:

Alexandra Vilatte fæddist í París 18. janúar 1983 og er því 29 ára. Áhugamál hennar eru fótbolti, en hún er mikill stuðningsmaður franska liðsins Paris Saint Germain. Meðal annarra áhugamála hennar eru auk þess matargerð og að verja tíma með fjölskyldu og vinum.

Alexandra gerðist atvinnumaður í golfi í janúar 2012 eftir að ljóst var að hún hefði landað 16. sætinu í Q-school LET 2012 á La Manga.

Hún byrjaði að spila golf 7 ára og var nr. 1 á Evrópulista áhugamanna 2005. Hún spilaði fyrst á LET Access Series sem áhugamaður 2011 í Trophee Preven Murcia and Azores Open.  Alexandra er menntaður lyfjafræðingur.

Hér má sjá skemmtilegt viðtal við Alexöndru sem tekið var af blaðafulltrúa LET Access Series: SMELLIÐ HÉR: