Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2013 | 23:45

PGA: Rose leiðir á Arnold Palmer Inv. – Hápunktar og högg 1.dags

Það er einn úr Tiger-hollinu sem tekið hefir forystuna eftir 1. dag Arnold Palmer Invitational, sem hófst í kvöld á Bay Hill.

Justin Rose er í efsta sæti á 7 undir pari, 65 höggum. Rosy fékk 1 örn, 6 fugla, 10 pör og 1 skolla.

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er Bandaríkjamaðurinn John Huh og í 3. sæti á 4 undir pari, 68 höggum  eru landi hans John Rollins og Kanadamaðurinn Brad Fritsch.

Í fimmta  sætinu, á 3 undir pari, 69 höggum eru síðan Tiger Woods, sjálfur, sem gæti náð 1. sætinu á heimslistanum, sigri hann í mótinu og Charley Hoffman, Ryo Ishikawa, Nick Watney, Sean O´Hearn, Daninn Thorbjörn Olesen, Bandaríkjamennirnir Jimmy Walker og Ben Coles og spænska sleggjan Gonzalo Fdez-Castaño.

Aðeins 4 högg skilja að Rose og þann kylfing, sem er í 14. sæti og því ljóst að það stefnir í verulega spennandi keppni!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags á Arnold Palmer Inv. SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Arnold Palmer Inv. SMELLIÐ HÉR: