Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2013 | 13:00

Skemmtilegt myndskeið um það sem misferst í golfi

Það eru mörg vandræðalegu mómentin í golfi.

Hvort heldur það er að missa af örstuttu pútti, ná ekki að slá boltann eða flumbrast á einhvern ótrúlega hátt við sláttinn.

Eða þá ef slegið er í aðra eða boltinn endurkastast í sjálfan mann af einhverju s.s. tré.

Síðan eru það alvarlegu mistökin þegar keyrt er of hratt á golfbíl þannig að hann veltur.

Samt er það svo að það er alveg ótrúlega gaman að verða vitni að einhverju ofangreindu.

Sjá má nýtt mistaka golfmyndskeið með því að SMELLA HÉR: