Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2013 | 10:00

Er Tiger aðeins 4 daga frá því að binda endi á 871 dags fjarveru frá 1. sæti heimslistans?

Tiger Woods er aðeins 4 daga frá því að ljúka 871 dags fjarveru frá toppnum á heimslistanum, 1. sætinu. Tiger var síðast á toppnum 30. október 2010.

Tiger hefir stöðugt verið að saxa á forskot núverandi nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, sem á í vandræðum með að venjast nýjum kylfum frá NIKE.

Tiger hefur í dag keppni á Arnold Palmer Invitational vitandi að 8. sigur hans í því móti muni koma honum aftur í toppsætið.

Brian Wacker á PGA Tour hefir jafnvel talið klukkustundirnar á fjarveru Tiger frá 1. sæti heimslistans eða 20.904 stundir.

Þetta er ansi langur tími.

„Þetta hefir verið langt ferli,“ sagði Tiger m.a. á blaðamannafundi fyrir Arnold Palmer Invitational. „Ég var meiddur í langan tíma og var að vinna í sveiflubreytingum, þ.e. sveiflu sem var drastískt öðruvísi en sveiflan sem ég var með áður. Þetta hefir tekið nokkurn tíma.“

Það var jafnvel á tímabili sem Tiger var kominn út fyrir topp-50 á heimslistanum, en 5 sigrar á undanförnum 12 mánuðum, þ.á.m. 2 á þessu ári hafa komið honum í þá stöðu að hann gæti náð 1. sæti heimslistans, sigri hann á Arnold Palmer Invitational.

„Að vinna mig í áföngum tilbaka er nokkuð sem ég er stoltur af,“ sagði Woods m.a. á fundinum.

„Og að vera aftur frískur, það er mesta breytingin frá s.l. árum og að ég hafi verið fær um að ná árangri, sem er svo miklu betri en hann var fyrir nokkrum árum.“

„Allt sem ég þarnaðist var að verða frískur aftur. Þegar maður er frískur þá er hægt að æfa almennilega og mér fannst að fyrst þá gæti ég framkvæmt sveiflubreytingarnar sem Sean (Foley) vildi koma á. En ég varð fyrst að verða nógu frískur til þess að ég gæti æft. Þetta var bara fullkomið svartnætti þar sem ég var að gera sveiflubreytingar, ég var meiddur og gat ekki æft eins og ég þurfti.“

„Mér finnst eins og ég sé að stefna í rétta átt,“ sagði Tiger. „Ég er mjög ánægður með það, sem ég hef náð. Eins og ég sagði að fara upp um 50+ (sæti á heimslistanum) að þeim stað sem ég er nú, er ekkert smáverkefni.“

Sumum finnst hins vegar ekki nóg að ná 1. sæti heimslistans og telja að  Tiger sé  ekki orðinn „gamli Tiger“  aftur fyrr en hann sigrar á 15. risamótinu.

„Um það eru skiptar skoðanir,“ sagði Tiger. „ [,,,]  Ég myndi líka gjarnan vilja 19+ risatitla sjálfur.“