Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: — Stewart Cink — 21. mars 2013

Það er bandaríski kylfingurinn Stewart Ernest Cink, sem er afmæliskylfingur dagsins. Cink er fæddur í Huntsville, Alabama, 21. mars 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!!

Cink er með hávaxnari mönnum á PGA Tour, eða 1,93 m. Frægastur er hann fyrir að hafa „stolið sigrinum“ af Tom Watson á Opna breska 2009. Hann var líka í 40 vikur á topp-10 lista heimslistans á árunum 2004-2009, en minna hefir kveðið að honum s.l. ár. Alls hefir hann sigrað 13 sinnum á atvinnumannsferli sínum, en hann gerðist atvinnumaður í golfi 1995. Þar af vann hann 6 sinnum á PGA Tour og 3 sinnum ámótaröðinni, sem nú heitir Web.com Tour.  Besti árangur hans í hinum risamótunum 3 er 3. sætið.  Cink er kvæntur konu sinni Lisu og þau eiga 2 syni.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Myra Abigail „Daria“ Pratt (Pankhurst-, Wright-, -Karageorgevich) f. 21. mars 1859 – d. 26. júní 1938 (Daria vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum 1900); Michael McCullough, 21. mars 1945 (67 ára);  Karen Lunn, 21. mars 1966 (46 ára); Sören Hansen, 21. mars 1974 (39 ára); Peter Campbell, 21. mars 1985

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is