LPGA: Recari efst þegar Kia Classic er hálfnað
Það er hin spænska Beatriz Recari, sem leiðir þegar Kia Classic er hálfnað á Aviara golfvellinum í Carlsbad, Kaliforníu. Forysta Recari er naum, en hún er búin að spila á samtals 8 undir pari, 136 höggum (69 67). Í 2. sæti eru bleiki pardusinn, Paula Creamer og hin ástralska Carrie Webb, aðeins 1 höggi á eftir á samtals 7 undir pari, 137 höggum. Forystukona gærdagsins, heimakonan Jane Park er dottin niður í 4. sæti stigatöflunar eftir hring upp á 72 högg, en því sæti deilir hún með 4 öðrum, þ.á.m. Inbee Park og Cristie Kerr. Caroline Hedwall og Lizette Salas deila síðan 9. sætinu á samtals 5 undir pari, hvor. Lesa meira
PGA: Rose og Haas í forystu á Arnold Palmer Inv. – Hápunktar og högg 2. dags
Justin Rose og Bill Haas deila 1. og efsta sætinu nú þegar Arnold Palmer Invitational er hálfnað. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum; Rose (65 70) og Haas (69 66). Í 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir á samtals 8 undir pari, 136 höggu er John Huh og í 4. sæti eru enn aðrir 3 Bandaríkjamenn á 6 undir pari, 138 höggum, hver: JJ Henry, Jimmy Walker og Ken Duke. Það eru síðan 3 kylfingar, sem deila 7. sætinu: Tiger Woods, Vijay Singh og Mark Wilson. Sjö kylfingar deila loks 10. sætinu, en þeirra á meðal eru Gonzalo Fdez Castaño og Rickie Lesa meira
Kylfingur í Flórída á 59 höggum í móti
Kylfingurinn Jesse Smith, 33 ára, náði þeim merkilega áfanga að „brjóta 60″ þ.e. hann lék 1. hringinn á móti í Fore The Players Tour, sem fór fram á par 70 Dubsdread golfvellinum, í Flórída, á 11 undir pari eða á 59 höggum. Smith var á 30 höggum á fyrri 9 og fékk síðan 6 fugla á seinni 9, þ.á.m. á 12.-15. holu. Hann fékk fugl á 17. braut og var þá kominn 11 undir par. Það sem fréttamönnum Golf Channel þótti furðulegt var að Smith náði ekki fuglum á fremur auðveldum par-5 brautum vallarins En Smith var ekki lengi í paradís. Hann braut dræverinn sinn á 2. degi móti, sem Lesa meira
Evróputúrinn: Aphibarnrat enn í forystu í Malasíu
Í dag var 2. hringurinn á Maybank Malaysia Open leikinn, en mótið fer fram í Kuala Lumpur, Malasíu. Efstur er sem fyrri daginn er Thaílendingurinn Kiradech Aphibarnrat, en hann á þó eftir að spila 8 holur, en 2. hring var frestað til morgundagsins vegna myrkurs. Aphibarnrat er samtals búinn að spila á 10 undir pari. Í 2. sæti, höggi á eftir Aphibarnrat eru Wu Ashun frá Kína og risamótsmeistarinn Charl Schwartzel, en báðir eru búnir að ljúka sínum hringjum og spila á samtals 9 undir pari ,hvor. Í 4. sæti er Edoardo Molinari á samtals 8 undir pari og fimmta sætinu deila 5 kylfingar þ.á.m. Liang Wen-chong, kylfingurinn 13 ára frá Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Julia Davidsson (32. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira
Evróputúrinn: Farangri Cabrera-Bello stolið
Kylfingar ferðast um heiminn og ferðalögin geta verið löng og nógu erfið þó ekki bætist á farangursþjófnaður eins og aumingja Rafa Cabrera-Bello, sem er frá Gran Kanaría, varð fyrir. Hann varð að taka á sig krók á leið sinni á Maybank Malaysia Open eftir að töskum hans var stolið á leið á flugvöllinn. Rafa varð að ferðast til London og þaðan til Madrid og svo aftur til London áður en hann komst um borð í 13 klst. flugið sitt til Kuala Lumpur og þetta var þeim mun sársaukafyllra þar sem mikið af persónulegum eigum hans þ.á.m. passanum var stolið. „Ég var í lest frá heimili mínu í Sviss og á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Peter McEvoy – 22. mars 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Peter McEvoy OBE, en hann er fæddur 22. mars 1953 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Hann er einn fremsti golfáhugamaður Bret, sigraði m.a. í The Amateur Championship 1977 og 1978. McEvoy var jafnframt 5 sinnum í Walker liði Íra&Breta á árunum 1977-1989. Eins spilaði hann 5 sinnum í Eisenhower Trophy og vann einstaklingskeppnina 1988. Hann var sá áhugamaður, sem var með lægsta skorið á Opna breska 1977 og 1978 og fyrsti breski áhugamaðurinn til þess að komast í gegnum niðurskurð á The Masters 1978. McEvoy sigraði í Lytham Trophy 1979, the Brabazon Trophy 1980 og var í 2. sæti á The Amateur Championship 1987. Ennfremur var Lesa meira
G Mac gefur uppskrift að ekta Irish Coffee
Nú um daginn var Golf 1 með frétt og myndskeið um það þegar Graeme McDowell var að tappa af Guinness bjórtunnu á nýja veitingastaðnum sínum Nona Blue í Orlando, Flórída. Sjá myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: Sagði GMac m.a. að þetta væri einn besti Guinness-inn utan Írlands. Varðandi annað sem í boði er á veitingastað hans sagði GMac: „Matseðillinn verður í stöðugri þróun og ég vil gjarnan sjá meira af réttum að heiman (frá Írlandi) á seðlinum.“ „Ég mun svo sannarlega leggja mitt til málanna. Þetta er bara rétt að byrja og við skemmtum okkur vel næstu 3-4 vikurnar við að setja allt saman. En matseðillinn á eftir Lesa meira
GSÍ: Frá dómarafundi um leikhraða á golfvöllum – „Hæfilega vont veður er best“
Mjög áhugaverður og skemmtilegur fræðslu-og umræðufundur golfdómaranefndar GSÍ fór fram í gær, þ. 21. mars 2013. Milli 20-30 manns sóttu fundinn. Hér er aðeins rúm til að stikla á stóru um umræðuefni fundarins en farið verður ítarlegar í einstök atriði hans í greinum Golf 1 nú um helgina. Hörður Geirsson, og Þórður Ingason, alþjóðadómarar í golfi fluttu erindi. Hörður fjallaði m.a. um of hægan leik og nefndi fjölmörg dæmi af stærstu mótaröðunum (PGA, LPGA og Evrópumótaröðinni) þar um og hvernig tekið hefði verið á því með viðurlögum. M.a. nefndi Hörður holutap Morgan Pressel í Sybase Match Play Championship 2012 þar sem hún var vítuð fyrir slór í undanúrslitaleik og tapaði Lesa meira
LPGA: Jane Park leiðir eftir 1. dag Kia Classic – Yani Tseng svaf yfir sig og vísað úr mótinu
Það er bandaríski kylfingurinn Jane Park, sem leiðir eftir 1. dag Kia Classic mótsins, sem hófst í gær á golfvelli Aviara golfklúbbsins í Carlsbad, í Kaliforníu. Jane Park spilaði á samtals 6 undir pari, 66 höggum á hring þar sem hún fékk 6 fugla og 12 pör. Sumum kemur eflaust á óvart að Jane Park sé efst í mótinu, sem skartar öllum helstu stjörnum kvennagolfsins – en góður árangur Jane skýrist e.t.v. af því að hún er eiginlega á heimavelli, þar sem hún spilaði í 4 ár í bandaríska háskólagolfinu með UCLA (University of California, Los Angeles) og er e.t.v. sá keppandi sem þekkir Aviara golfvöllinn best. Öðru sætinu deila Lesa meira







