Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2013 | 11:00

Evróputúrinn: Leik frestað á Malasíu vegna þrumuveðurs – Aphibarnrat leiðir eftir 1. dag

Í dag hófst Maybank Malaysia Open sem er mót vikunnar á Evróputúrnum en spilað er í Kuala Lumpur í Malasíu.

Nú fyrir stuttu var leik hætt vegna þrumuveðurs og eldinga, en stórhættulegt er að vera við golfleik við slíkar aðstæður og mættu þeir fjölmörgu Íslendingar sem eru að fara að spila golf á suðlægari slóðum um páskana hafa það hugfast!!!  Ekki vera úti í þrumuveðri – leita skjóls strax!!!

En aftur að Maybank Malaysía Open. Eftir þennan mjög svo stytta dag þar sem sumir kylfingar hafa ekki einu sinni verið ræstir er Thaílendingurinn Kiradech Amphibarnrat í forystu á 7 undir pari, 65 höggum.

Nokkrir deila 2. sætinu að svo komnu aðeins 1 höggi á eftir Kiradech, þ.e. þeir Anders Hansen frá Danmörku, Edoardo Molinari frá Ítalíu og Grégory Havret frá Frakklandi, en þeir hafa allir spilað á 6 undir pari, 66 höggum.

Eins er Skotinn Scott Jamieson til alls líklegur en hann er líka að svo komnu í 2. sæti á 6 undir pari, en á 8 holur eftir óspilaðar.

Sjá má stöðuna á Maybank Malaysia Open eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: