Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2013 | 18:00

LPGA: Mót vikunnar er Kia Classic

Mót vikunnar á LPGA er Kia Classic, en mótið fer fram á golfvelli Aviara golfklúbbsins í Carlsbad, Kaliforníu.

Öll stærstu nöfnin í kvennagolfinu eru meðal keppenda þ.á.m. Stacy Lewis, sem velti Yani Tseng úr 1. sæti Rolex-heimslistans s.l. helgi og „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen.  Stóra spurningin er hvort Yani Tseng takist að verja titil sinn?

Eins er Natalie Gulbis stigin upp úr malaríunni, sem hún náði sér í við keppni í Asíu, en hún skráð meðal keppenda.

Uppáhald margra Michelle Wie, bleiki pardusinn Paula Creamer, Christie KerrLexi Thompson og W-7 módelið fyrrverandi Sandra Gal taka þátt og svo nokkrar af „nýju stúlkunum á LPGA 2013″ sem Golf 1 hefir verið að kynna s.s.: Moriya JutanugarnKathleen Ekey og Felicity Johnson.

Fylgjast má með stöðunni í mótinu með því að SMELLA HÉR: