Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2013 | 14:00

GSÍ: Fundur dómaranefndar GSÍ í kvöld – Til umræðu: „Hvernig bætum við leikhraða?“

Dómaranefnd GSÍ verður með fræðslu- og umræðufund í kvöld. fimmtudaginn 21. mars kl.20:00 í D-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og verður þar rætt um með hvaða hætti við getum aukið leikhraða í mótum. Hörður Geirsson alþjóðadómari mun kynna greinagerð sem R&A hefur tekið saman um aðgerðir til að auka leikhraða í mótum. Þá mun Þórður Ingason fjalla um „5 mínútna regluna“ þ.e. þegar kylfingur kemur of seint á teig.

Allir golfdómarar eru velkomnir á fundinn sem og áhugamenn um golfreglur.