Yin 14 ára tekur þátt í Kraft Nabisco!
Eftir að hafa spilað og fylgst með Angel Yin spila 18 holur átti LPGA goðsögnin Donna Caponi, ekki til orð (sjá umfjöllun Golf 1 um Donnu með því að SMELLA HÉR:) „Hún er frábær“ sagði Caponi, og hristi höfuðið í vantrú. Hin 14 ára Yin var á 5 undir pari, 67 höggum (7 fuglar, 2 skollar) á Mission Hills Palmer golfvellinum og vann sér þar með inn þátttökurétt á Kraft Nabisco risamótið, sem er mót vikunnar á LPGA og hefst á morgun. Þátttökuréttinn hlaut hún í gegnum Southern California Junior Golf Association Legacy Junior Challenge, þar sem 30 unglingar kepptu um sæti í risamótinu. Þátttakendunum 30 var skipt niður í 10, Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Axel lauk leik í 3. sæti á Bancorp mótinu!!!
Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State luku í kvöld leik á Bancorp South Reunion Intercollegiate í Madison, Mississippi. Spilað var í Reunion Golf Country Club og stóð mótið dagana 1.-2. apríl. Axel lék á samtals 7 undir pari, 209 höggum (69 70 70) og var á 1.-2. besta skori Mississippi State !!! Skor Axels taldi því í glæsiárangri Mississippi State, sem varð í 1. sæti í liðakeppninni!!! Axel hafnaði í 3. sæti í einstaklingskeppninni!!! Næsta mót Axels og golfliðs Mississippi State er Old Waverly Collegiate, sem fram fer 8.-9. apríl n.k. í Old Waverly golfklúbbnum en völlur klúbbsins á West Point er uppáhaldsgolfvöllur Axels, sbr. viðtal Golf1 við hann Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Katie Burnett – (34. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira
Nýju strákarnir á PGA 2013: Steve Bowditch – (17. grein af 26)
Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1. Nú er komið að Steve Bowditch sem var í 10. sætinu. Steve Bowditch fæddist 8. júní 1983 í Newcastle, New South Wales, í Lesa meira
Golfgrín á þriðjudegi
Þar sem nú eru mánaðarmót og margir í bankarápi og öðrum leiðinda mánaðarmótaerindum og aðrir enn að jafna sig á að þurfa aftur að byrja að vinna eftir páskafrí, er ekki úr vegi að reyna að létta lund kylfinga svolítið. Það góða er að það er jú kominn þriðjudagur og bara 3 dagar í næstu helgi …. og fullt af skemmtilegum golfmótum í boði fyrir kylfinga þá! Hér er einn gamall og góður: Læknir, prestur og lögfræðingur spila saman golf og lenda á eftir alveg sérstaklega hægu holli, sem verður til þess að það óvenjulega gerist …. allir þrír missa þolinmætina….. hver á sinn hátt. Lögfræðingurinn (önugur): Hvað er að Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra og Texas State í 2. sæti
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2012, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og golflið Texas State hófu í gær leik í Challenge mótinu í Onion Creek, í Austin, Texas. Mótið fer fram dagana 1.-2. apríl 2013. Þátttakendur eru 68 frá 13 háskólum. Eftir 1. dag og tvo leikna hringi er Texas State í 2. sæti í liðakeppninni. Valdís Þóra er í 34. sæti og því miður á 5. besta skori liðs síns og telur það ekki sem stendur. Valdís Þóra átti hringi upp á samtals 11 yfir pari, 151 högg (77 74) og var fyrri hringurinn sérlega slakur, en þar fékk hún m.a. 3 skramba í röð, sem er óvanalegt hjá Valdísi Þóru. Engu Lesa meira
GK: Orri Bergmann Valtýsson sigraði á Páskapúttmóti Hraunkots
Í gærkvöldi, 1. apríl 2013, lauk einu glæsilegasta púttmóti sem Hraunkot hefur staðið að. Um 150 manns tóku þátt og spiluðu um 450 hringi. Mikil stemming var í kotinu alla helgina og spiluðu sumir oftar en einu sinni til að reyna slá besta hring sem var 23 högg. Starfsfólk Hraunkots var í páskastuði alla helgina og mörg börn fengu páskaegg fyrir góðan árangur í mótinu. Fólk á öllum aldri kom í heimsókn í Hraunkot og púttaði í mótinu. Verðlaunin voru einstaklega vegleg að þessu sinni og mótið tókst mjög vel og verður vonandi árlegur viðburður framvegis um Páskana. Vinningshafar urðu eftirfarandi: 1 Orri Bergmann Valtýsson 13 10 23 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Harðardóttir – 2. apríl 2013
Það er Hildur Harðardóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hildur er fædd 2. apríl 1961. Hún hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum og staðið sig vel. T.a.m. varð hún í 2. sæti í móti Soroptimista í Oddinum, forgjafarflokki 0-20, 5. júní 2010 og vann það afrek að fara holu í höggi á par-3, 117 metra, 16. brautinni á Hvaleyrinni, 20. júlí 2010. Í FH-mótinu 2008 varð Hildur í 2. sæti af konunum, en fyrir þá sem ekki vita það er Hildur mikill FH-ingur. Árangur Hildar er glæsilegur í ljósi þess að bæði mótin, sem nefnd eru hér í dæmaskyni, Soroptimista og FH eru fjölmenn með hátt annað hundrað þátttakendur. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór á 2. besta skori Nicholls eftir 1. dag ASU mótsins
Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State tekur þátt í ASU Red Wolves Intercollegiate, en mótið fer fram í Ridgepoint, Arkansas, dagana 1.-2. apríl 2013. Þátttakendur í mótinu eru 112 frá 20 háskólum. Í gær voru spilaðir 2 hringir og var Andri Þór á samtals 9 yfir pari, 151 höggi (74 77). Hann er á 2. besta skori Nicholls State, sem gengur fremur dapurlega í liðakeppninni deilir 17. sætinu eftir 1. dag. Í einstaklingskeppninni er Andri Þór ofarlega fyrir miðju á skortöflunni eða í 52. sæti. Lokahringurinn verður spilaður í kvöld. Til þess að fylgjast með gengi Andra Þórs og stöðunni á ASU Red Wolves Intercollegiate SMELLIÐ HÉR:
Ákvarðanir R&A um reglu 6-3 a – (4. grein af 5)
Þann 21. mars 2013 fór fram fræðslu- og umræðufundur dómaranefndar GSÍ um hvað gera megi til að bæta leikhraða á golfvöllum. Þórður Ingason, alþjóðadómari ræddi á fundinum um „5 mínútna regluna“ svokölluðu, þ.e. reglu 6-3a í golfreglum R&A. Reglan gengur út á að ef kylfingur mætir allt að 5 mínútum of seint á teig eigi hann ávallt rétt á að hefja leik gegn viðurlögum upp á 2 högg í víti. Mæti hann seinna sætir hann frávísun, þ.e. mæti kylfingur meira en 5 mínútum of seint hlýtur hann frávísunarvíti. Á reglu 6-3 a er undantekning. Þ.e. mótsnefnd (hér nefnd Nefndin) getur ákveðið að ekki skuli koma til þessara 2 högga í Lesa meira








