Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2013 | 15:30

Mikið um að vera í bandaríska háskólagolfinu

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2012, Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og golflið Texas State hefja leik í dag í Challenge mótinu í Onion Creek, í Austin, Texas. Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru og Texas State með því að SMELLA HÉR: 

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State hefja leik í dag á ASU Red Wolves Intercollegiate, í Ridge Point Country Club, í Jonesboro, Arkansas. Fylgjast má með gengi Andra Þórs og Nicholls State með því að SMELLA HÉR: 

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State hefja leik í dag á Bancorp South Reunion Intercollegiate í Madison, Mississippi. Fylgjast má með gengi Axels og Mississippi State með því að SMELLA HÉR: