Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2013 | 08:00

Clarke meiddur – óvíst um Mastersþátttöku

Darren Clarke, fyrrum meistari Opna breska dró sig úr Valero Texas Open, móti vikunnar á PGA og bar fyrir sig ótilgreind meiðsli í fæti.

Clarke átti að hefja leik í holli með Pádraig Harrington, Rory McIlroy og Shane Lowry í San Antonio nú á fimmtudaginn.  Nú verður ekkert af því og jafnvel gæti svo farið að hann drægi sig úr The Masters risamótinu. Ef Clarke dregur sig úr mótinu er Þjóðverjinn Marcel Siem næsti maður inn … en Clarke hefir enn ekki tilkynnt neitt um úrsögn sína úr móti mótanna (the Masters).

Auk Clarke hafa Geoff Ogilvy, George Coetzee, Hank Kuehne, Doug LaBelle, Arron Oberholser og Chris Kirk dregið sig úr mótinu.

Þeir sem taka sæti þeirra eru m.a. Scott McCarron, Joe Durant, Chris DiMarco  Lee Janzen og Indverjinn Arjun Atwal.  Auk þeirra hljóta keppnisrétt ofangreindur Marcel Siem, nr. 51 á heimslistanum, sem rétt missti af tækifæri á að spila á fyrsta Masters móti sínu og fyrrum PGA Championship sigurvegarinn Rich Beem.

Nú eru aðeins 10 kylfingar af topp-50 á heimslistanum sem taka þátt og þeirra „hæst rankaður“ er Rory McIlroy.