Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel og félagar í 1. sæti eftir 1. dag á Bancorp mótinu

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State hófu í gær leik á Bancorp South Reunion Intercollegiate í Madison, Mississippi. Spilað er í Reunion Golf Country Club og stendur mótið dagana 1.-2. apríl.

Axel er samtals búinn að spila á 5 undir pari, 139 höggum (69 70) og er á næstbesta skori Mississippi State og telur skor hans því í glæsiárangri liðsins, sem er í 1. sæti í liðakeppninni. Axel er í 4. sæti í einstaklingskeppninni!!!

Lokahringurinn verður  leikinn í kvöld.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Bancorp South Reunion Intercollegiate  SMELLIÐ HÉR: