Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2013 | 08:00

PGA: Stenson kemst á Masters

Henrik Stenson varð bara í 2. sætinu á Shell Houston Open … en hann fékk farmiðann sinn á the Masters risamótið og er hæstánægður með það!

Fyrir aðeins 8 mánuðum síðan var Stenson nr. 133 á heimslistanum en hann spilaði lokahringinná Shell Houston í gær á 6 undir pari 66 höggum og var í forystu þegar mótinu var frestað vegna þrumuveðurs.  En það fór sem fór DA Points náði að klára með 4 pörum og tryggði sér 1 höggs sigur.

Báðir voru þeir Points og Stenson meðal 4 leikmanna sem bætt var við þá leikmenn sem fá þátttökurétt á Augusta National – Points vegna þess að hann er sigurvegari á PGA Tour og Stenson vegna þess að hann komst með 2. sætinu inn á topp-50 á heimslistanum.

Stenson varð a.m.k. að ná 13. sætinu til þess að komast á topp-50 og hann gerði gott betur en það. Hann sagði við sjálfan sig að topp-10 í mótinu myndi duga, en honum leið ekki vel fyrr en hann setti niður fyrir fugli á 18. holu.

„Ég sagði við kylfusveininn minn þegar við gengum upp að 18. holu að það sem við værum að spila um hér væri græni jakkinn eftir nokkrar vikur,“ sagði Stenson. „Það væri indælt. Það var aðaltilgangurinn með því að koma hér. Og þegar ég spilaði eins vel og ég gerði kom ég sjálfum mér í góða stöðu.“

Á hinum enda Atlantshafsins vann Þjóðverjinn Marcel Siem Hassan Trophée í Marokkó og var að gera sér vonir um að komast á the Masters í fyrsta sinn á ferlinum. Vonir hans urðu að engu þegar nýliðinn á PGA Tour, Russel Henley náði 45. sætinu (eins og Rory McIlroy) en við það varð hann brotabroti úr stigi á undan Siem, sem fór úr 72. sæti heimslistans í 51. sætið.

Illa gert af Henley, sem var áður búinn að tryggja sér framiða sinn á the Masters, eftir að sigra á Sony Open í janúar s.l.

Aðrir sem komust á the Masters eru Svíinn Fredrik Jacobson og Richard Sterne frá Suður-Afríku, en báðir eru á topp-50 og hvorugur spilaði í mótum s.l. helgi. .

Charles Howell III, sem er frá Augusta byrjaði árið utan topp-100 á heimslistanum og varð að vera í 4. sæti eða ofar á Houston Open til þess að tryggja sér miðann sinn á risamótið.  Hann eyðilagði fyrir sér með hringjum upp á 72-70 á Redstone, en kláraði með hring upp á 66.  Það munaði 3 höggum að hann kæmist á Masters.

„Þetta voru ágæt lok á mótinu,“ sagði Howell. „En ekki nóg til þess að komast á Augusta … en ég spilaði vel. Ég gaf sjálfum mér færi. Þetta var ágætis tilraun, en góðar tilraunir duga ekki til boðsmiða á Augusta.“

Eftir að Stenson, Points, Sterne og Jacobson hefir verið bætt við þátttakendalistann eru þátttakendur orðnir 92 á The Masters í ár. Þetta eru fæstir þátttakendur frá árinu 2006, þegar 90 keppendur voru í mótinu.

Stenson tók sig til í andlitinu s.l. september þegar hann náði T-5 árangri á Dutch Open.  Síðan sigraði hann á South African Open og var T-7 á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Dubai. Í síðustu viku varð hann T-8 á Bay Hill og við það fór hann upp um 5 sæti á heimslistanum úr 58 í 53. sæti og þar með opnaðist færið á farmiða á Augusta National á The Masters með góðum árangri á Shell Houston Open… og það gekk eftir.

„Þetta hefir bara verið frábær viðsnúnigur sérstaklega s.l. 2 vikur,“ sagði Henrik Stenson að lokum, ánægður með að fá að taka þátt á the Mastes.