Helgi Snær Björgvinsson, GK. Mynd: Helga Björnsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 1. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Snær Björgvinsson – 1. apríl 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Snær Björgvinsson. Helgi Snær er fæddur 1. apríl 1998 og er því 15 ára í dag. Helgi Snær er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.

Svo sem hann á ættir til er Helgi Snær snjall kylfingur, spilaði m.a.  á Arionbankamótaröð unglinga s.l. sumar, Helgi Snær varð í 11. sæti í 1. mótinu uppi á Skaga og  í 9. sætinu á 3. mótinu á Korpunni. Helgi Snær tók bronsið eða 3. sætið á Íslandsmótinu í höggleik!

Sigurvegarar á Íslandsmóti í höggleik unglinga 2012 í strákaflokki. F.v.: Helgi Snær Björgvinsson, GK, 3. sæti; Henning Darri Þórðarson, GK, Íslandsmeistari í höggleik í strákaflokki 2012; Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, 2. sæti. Mynd: golf.is

Sigurvegarar á Íslandsmóti í höggleik unglinga 2012 í strákaflokki. F.v.: Helgi Snær Björgvinsson, GK, 3. sæti; Henning Darri Þórðarson, GK, Íslandsmeistari í höggleik í strákaflokki 2012; Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, 2. sæti. Mynd: golf.is

Eins komst Helgi Snær í 8 manna úrslit í strákaflokki í Íslandsmótinu í holukeppni. Loks lauk Helgi Snær 2012 keppnistímabilinu með því að landa 1. sætinu í 6. og síðasta mótinu ásamt Eggert Kristjáni Kristmundssyni, GR en tapaði síðan í bráðabana, sem fram fór milli þeirra.  Svo sem sést bætti Helgi Snær sig með hverju mótinu sumarið 2012 og verður spennandi að fylgjast með honum í sumar!

Sigurvegarar í strákaflokki 14 ára og yngri. F.v.: ; Róbert Smári Jónsson, GS; Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, 3. sæti;  Eggert Kristján Kristmundsson, GR og Helgi Snær Björgvinsson, GK. Mynd: Helga Björnsdóttir. Helgi Snær Björgvinsson, 2. sæti

Sigurvegarar í strákaflokki 14 ára og yngri. á 6. móti Unglingamótaraðar Arion banka 2012 F.v.: Róbert Smári Jónsson, GS; Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, 3. sæti; Eggert Kristján Kristmundsson, GR 1. sætið og Helgi Snær Björgvinsson, GK, 2. sæti. Mynd: Helga Björnsdóttir.

Auk framangreinds varð Helgi Snær m.a.  í 3. sæti á Meistaramóti Keilis í strákaflokki, hann tók þátt í Unglingaeinvíginu í Mosfelllsbæ og er val landsliðsþjálfara Úlfars Jónssonar, í landsliðsboðhóp 18 ára og yngri pilta.

Síðast en ekki síst varð Helgi Snær Íslandsmeistari í sveitakeppni 15 ára og yngri drengja 2012 með A-sveit drengja í Keili.

Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri drengja - A-sveit Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, skipuð 4 Íslandsmeisturum. F.v. : Atli Már Grétarsson, Helgi Snær Björgvinsson, Birgir Björn Magnússon (heldur á Íslandsmeistaraverðlaunagripnum), Henning Darri Þórðarson og Gísli Sveinbergsson. Lengst til vinstri er liðsstjóri og þjálfari drengjanna Sigurpáll Geir Sveinsson. Mynd: gagolf.is

Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri drengja – A-sveit Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, skipuð 4 Íslandsmeisturum. F.v. : Atli Már Grétarsson, Helgi Snær Björgvinsson, Birgir Björn Magnússon (heldur á Íslandsmeistaraverðlaunagripnum), Henning Darri Þórðarson og Gísli Sveinbergsson. Lengst til vinstri er liðsstjóri og þjálfari drengjanna Sigurpáll Geir Sveinsson. Mynd: gagolf.is

Loks mætti geta að Helgi Snær sigraði nú nýlega á liðapúttmóti Hraunkots með liði sínu „Guttarnir og Guðrún Brá“.

Sigurvegarar í Liðakeppni Hraunkots 2013: Guttarnir og Guðrún Brá. F.v.: Kristinn, Atli Már, Henning Darri, Þorkell Már, Helgi Snær og Guðrún Brá. Mynd: keilir.is

Sigurvegarar í Liðakeppni Hraunkots 2013: Guttarnir og Guðrún Brá. F.v.: Kristinn, Atli Már, Henning Darri, Þorkell Már, Helgi Snær og Guðrún Brá. Mynd: keilir.is

Foreldrar Helga Snæs eru Björgvin Sigurbergsson og Heiðrún Jóhannsdóttir og systir hans er Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Hægt er að óska afmæliskylfingnum til hamingju á Facebooksíðu hans hér:

Helgi Snær Björgvinsson  (Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  Maureen Orcutt, f. 1. apríl 1907 – d. 9. janúar 2007;  Dan Pohl, 1. apríl 1955 (57 ára), Donald William Hammond, 1. apríl 1957 (56 ára); Marc Warren, 1. apríl 1981 (32 ára); … og ….