Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 2. 2013 | 09:30

Evróputúrinn: Hartø sló buxnalaus

Það er ýmislegt sem gerist í golfmótum og þar eru stærstu mótaraðirnar ekkert undanþegnar.

Í Trophée Hassan II mótinu, sem fram fór nú s.l. helgi lenti bolti eins keppandans, danska kylfingsins Andreas Hartø, út í vatni.

Hann vildi að sjálfsögðu ekki bleyta sokka sína og skó og ekki heldur golfbuxur sínar, þannig að hann klæddi sig einfaldlega úr þeim og fór síðan út í vatnið og átti þetta líka glæsihögg upp úr.

Hann var ekkert að fela nekt læra sinna heldur tipplaði síðan sallarólegur á nærbuxunum yfir grínið til að merkja bolta sinn.

Hartø gekk annars alveg bærilega í mótinu, lauk leik á samtals 4 undir pari og T-15.

Til þess að sjá myndskeið af flottu vatnahöggi Andreas Hartø á Hassan Trophée 2013 SMELLIÐ HÉR: