Ryder lögreglubíll Rory á $3.050
Flestir muna eftir því þegar nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy mætti of seint í Ryder bikars mótið í Medinah, Chicago í fyrra, 2012 og Evrópumenn urðu næstum því af sigri vegna seinagangs hans…. Það sem var Rory (og liði Evrópu) til bjargar var lögreglubíll, sem honum var keyrt í undir fullum bláljósum og á ólöglegum hraða… beint á golfvöllinn. Nú er þessi sami lögreglubíll á uppboði á eBay. Þið hafið enn 4 daga til þess að festa kaup á þessum sögulega bíl, en kaupvirðið er sem stendur í $3050 (u.þ.b. 400.000,- íslenskra króna). Er e.t.v. einhver hér á landi sem hefði áhuga… ef ekki þá í fyrsta, annað og Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór lauk leik á besta skori Nicholls!
Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State luku leik á þriðjudaginn á ASU Red Wolves Intercollegiate, en mótið fór fram í Ridgepoint, Arkansas, dagana 1.-2. apríl 2013. Þátttakendur í mótinu voru 112 frá 20 háskólum. Í einstaklingskeppninni lék Andri Þór á samtals 10 yfir pari, 223 höggum (74 77 72). Hann hækkaði sig úr 52. sætinu sem hann var í eftir fyrri daginn í 31. sætið eða um heil 13 sæti og var með besta skorið af liði Nicholls State á ASU mótinu. Golflið Nicholls State lauk leik í 16. sæti og fór líka upp um 1 sæti á stigatöflunni var í 17. sæti eftir fyrri daginn. Hér má Lesa meira
Sörenstam um Wie:„Hæfileikalaus!“
Í dag hefst 1. risamót 2013 keppnistímabilsins hjá konunum: Kraft Nabisco Championship. Þegar spólað er 10 ár aftur í tímann var helsta fréttin af 2003 Kraft Nabisco mótinu að Michelle Wie, þá 13 ára, komst í gegnum niðurskurð á risamóti, sú yngsta í sögu LPGA. Síðan sumarið 2003 sigraði Wie á Women´s Amateur Public Links Championship og aðeins nokkrum mánuðum síðar var hún með hring upp á 68 á Sony Open á karlamótaröðinni PGA. Hvað er orðið um Wie 10 árum síðar? Leikur hennar hefir beðið hnekki vegna æfingaleysis en Wie kaus að ganga menntaveginn og er með gráðu frá einum virtasta háskóla í Bandaríkjunum, Stanford háskóla í Kaliforníu, þeim Lesa meira
Viðtalið: Rafn Stefán Rafnsson, GO
Viðtalið í kvöld er við klúbbmeistara Golfklúbbsins Odds 2012. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Rafn Stefán Rafnsson. Klúbbur: GB/GO. Hvar og hvenær fæddistu? Reykjavík um miðja síðustu öld! (1978). Hvar ertu alinn upp? Í Reykjavík með sumardvölum hjá frænda og frænku austur í Breiðdal. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Unnusta og tvær dætur, ég sé að mestu um golfiðkun heimilisins eins og er. Annars spilar stór hluti annarra fjölskyldumeðlima golf. Hvenær byrjaðir þú í golfi? Um 14-15 ára byrjaði ég að dútla með föður og bróður, en í raun ekkert að ráði fyrr en uppúr 25 ára aldri. Hvað varð til þess að þú byrjaðir í Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Charlotte Ellis – (35. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira
Miðar á the Masters dýrastir
The Masters risamótið hefst í næstu viku. Aðgöngumiðar á alla 4 hringi á þessu risamóti allra risamóta eru þeir dýrustu meðal íþróttaviðburða í heiminum. Eftirfarandi er verðmiðinn á miða á Masters: Æfingahringir: Mánudag $403/$362 Þriðjudag $529/464 Miðvikudag $1,118/$833 Mótsdagar: Alla dagana 4: $4,486 Fimmtudag $1,786/$1,282 Föstudag $1,215/$955 Laugardag $1,397/$1,063 Sunnudag $1,226/$1,068
Nýju strákarnir á PGA 2013: Jin Park – (18. grein af 26)
Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1. Nú er komið að 3 strákum sem deildu 7. sætinu: Erik Compton, Brad Fritsch og Jin Park. Við byrjum á Park Jin Park fæddist Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: — Dakoda Dowd — 3. apríl 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Dakoda (Koda) Flowie Dowd. Dakoda fæddist 3. apríl 1993 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Þann 27. apríl 2006, fyrir 7 árum síðan 24 dögum eftir 13 afmælisdag sinn varð hún yngst til þess að keppa í LPGA móti. Aldursmet hennar stóð aðeins í 1 ár, þegar Lexi Thompson komst í gegnum úrtökumót og lék á US Women´s Open risamótinu, aðeins 12 ára ung. Koda, sem býr í Palm Harbor í Flórída vann meira en 185 titla í unglingamótum. Árið 2006 var hún nr. 1 meðal 12 ára kylfinga í Bandaríkjunum (þ.e. þeirra sem eru í 6. bekk). Í júní 2008 valdi Golfweek hana meðal Lesa meira
Ákvarðanir R&A um reglu 6-3 a – (5. grein af 5)
Þórður Ingason, alþjóðadómari ræddi á fundinum um „5 mínútna regluna“ svokölluðu, þ.e. reglu 6-3a í golfreglum R&A. Reglan gengur út á að ef kylfingur mætir allt að 5 mínútum of seint á teig eigi hann ávallt rétt á að hefja leik gegn viðurlögum upp á 2 högg í víti. Mæti hann seinna sætir hann frávísun, þ.e. mæti kylfingur meira en 5 mínútum of seint hlýtur hann frávísunarvíti. Á reglu 6-3 a er undantekning. Þ.e. mótsnefnd (hér nefnd Nefndin) getur ákveðið að ekki skuli koma til þessara 2 högga í víti mæti kylfingur allt að 5 mínútum of seint, eigi sérstök undantekningartilvik við um kylfing, sem hafi orðið þess valdandi að Lesa meira
Frábær golfsvifnökkvi Bubba!
Bubba Watson sigurvegari the Masters 2012 tók höndum saman við Oakley golfvöruframleiðandann um að hanna golfsvifnökkva. Af hverju ekki svifnökkvi í stað hefðbundinna golfbíla? Bubba segir m.a. í meðfylgjandi myndskeiði að þannig hafi hann byrjað í golfi, sér hafi þótt svo gaman í golfbílum… síðan hafi golfið bara þvælst fyrir. Hann segir að ef svifnökkvar verði algengir á golfvöllum geti svo farið að allir vilji svifnökkvast um ….. Svifnökkvinn hefir nokkra kosti umfram hefðbundan golfbíla hann getur svifið yfir vatnstorfærur og skilur ekki eftir sig för eins og golfbílarnir. Frábær hugmynd!!! Hér má sjá myndskeið af golfsvifnökkva Bubba Watson og Oakley SMELLIÐ HÉR:








