Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2013 | 06:45

PGA: Tveir á toppnum í Texas

Mót vikunnar á PGA Tour er Texas Valero Open, sem hófst í gær.

Eftir 1. dag eru Bandaríkjamennirnir Peter Tomasulo og Matt Bettencourt efstir, báðir búnir að spila fyrsta hring á 5 undir pari, 67 höggum.

Fjórir deila síðan 3. sætinu á 4 undir pari, 68 höggum: Pádraig Harrington, Billy Horschel, Bryce Molder og Harris English.

Hópur 9 kylfinga deilir síðan 7. sætinu en í honum er m.a. Jim Furyk; allir búnir að spila á 3 undir pari, 69 höggum.

Nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy, lék á sléttu pari, 72 höggum og er deilir 45. sætinu með 12 öðrum kylfingum þ.á.m. Charl Schwartzel.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Texas Valero Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Texas Valero Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 1. dags á Texas Valero Open, sem PGA nýliðinn Steven Bowditch átti SMELLIÐ HÉR: