Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2013 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Mallory Fraiche – (36. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.

Auk þess hafa allar stúlkur verið kynntar, sem höfnuðu í sætum 9-30 í Lalla Aicha Tour School 2013. Nú er það sú sem varð í 8. sæti:

Fullt nafn: Mallory Fraiche

Ríkisfang: bandarísk.

Fæðingardagur: 22. febrúar 1988 (25 ára).

Fæðingarstaður: New Orleans, Louisiana.

Gerðist atvinnumaður: 1. júní 2010.

Hæð: 1,77 m.

Háralitur: skollituð.

Augnlitur: blár.

Byrjaði í golfi: 1. maí 1998 (10 ára).

Áhugamál: Lestur, tónlist, að horfa á sjónvarpsþætti og kvikmyndir, snjóbretti, seglbretti og vera með vinum.

Menntun: Útskrifaðist frá University of Arkansas í Little Rock, 2010, með gráðu í mannfræði og sálfræði.

Atvinnumennska: Spilaði á Symetra Tour 2011 (sjá má kynningu á Fraiche þar með því að SMELLA HÉR: )

Staðan í Lalla Aicha Tour School 2013: 8. sætið!