Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2013 | 19:30

Nýju strákarnir á PGA 2013: Brad Fritsch – (19. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013.

Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1.

Nú er komið að 3 strákum sem deildu 7. sætinu: Erik Compton, Brad Fritsch og Jin Park.  Við byrjuðum  á Jin Park í gær og í dag er það Brad Fritsch.

Brad Fritsch fæddist  9. nóvember 1977 í Edmonton, Albert, í Kanada og er því 35 ára.  Hann ólst upp í Ottawa í Ontario.

Fritsch spilaði á kanadíska túrnum á árunum 2001-2006 og aftur frá 2010-2011.  Besti árangur hans er 2. sætið á Bay Mills Open Players Championship.

Fritsch spilaði á Web.com Tour á árunum 2007-2009 og í fyrra, 2012. Þar var besti árangur hans T-2 á Mylan Classic, 2012.

Fritsch fékk kortið sitt á PGA Tour með því að vera á topp-25 á peningalista Web.com Tour.  Hann bætti samt stöðu sína á PGA Tour umtalsvert með því að fara í Q-school og landa T-7 árangri!!!