Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2013 | 08:00

GOB auglýsir eftir golfkennara

Golfklúbbur Bakkakots óskar eftir golfkennara til starfa fyrir klúbbinn fyrir sumarið 2013.

Golfkennarinn hefur umsjón með allri kennslu á vegum GOB í samvinnu við Afreksnefnd GOB. Um er að ræða jafnt barna- sem og afreksþjálfun keppnissveitar GOB. Einnig mun golfkennarinn koma að ýmsum öðrum þáttum í félagsstarfi GOB.

Bakkakot er 9 holu völlur og á svæðinu er gott púttgrín og vippsvæði, auk þess sem, lengri högg eru slegin af grasi.

Hæfniskröfur:

· Viðurkennt PGA nám

· Reynsla af sambærilegu starfi er kostur

· Jákvætt viðmót og þjónustulund

Umsóknir sendist á gob@gob.is. Meðfylgjandi skal vera ferlisskrá og stutt kynning á umsækjanda.