
Nýju strákarnir á PGA 2013: Erik Compton – (20. grein af 26)
Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA , sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012, í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt, þ.e. þátttökurétt á PGA Tour 2013.
Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 17.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1.
Nú er komið að 3 strákum sem deildu 7. sætinu: Erik Compton, Brad Fritsch og Jin Park. Búið er að kynna Jin Park og Brad Fritsch og nú er komið að Erik Compton, sem er sérstakur að því leyti að hann er sá eini sem spilar á PGA Tour, sem er tvöfaldur hjartaþegi og eiginlega kraftaverki líkast að hann skuli spila á einni erfiðustu mótaröð heims.
Erik Compton fæddist 11. nóvember 1979 í Miami, Flórída og er því 33 ára. Hann býr í Coral Gables. Compton nam við University of Georgia og gerðist atvinnumaður í golfi 2001. Compton komst fyrst á PGA Tour 2012 og má sjá grein Golf1 þegar hann afrekaði það með því að SMELLA HÉR:
Vegna hjartasjúkdómsins viral cardiomyopathy, gekkst Compton undir fyrstu hjartaskiptin 1992 og byrjaði í golfi sem hluta af endurhæfingarprógrammi sínu. Hann varð hjartaþegi í 2. sinn 2008 og aðeins 5 mánuðum eftir aðgerðina varð hann T-60 á Children’s Miracle Network Classic á PGA TOUR.
Faðir Compton er Bandaríkjamaður og mamma hans er norsk, þannig að Erik Compton er með tvöfalt ríkisfang og hafa fréttir um hjartaaðgerðir hans m.a. verið vinsælt blaðaefni í öðru heimalandi hans Noregi.
Compton ferðast aldrei án ábreiðunnar sinnar.
Uppáhaldskvikmynd hans er „Braveheart.“ Uppáhaldsíþróttalið hans eru Miami Dolphins. Uppáhaldsfrístaður hans er Noregur.
Stærsta upplifunin fyrir utan golfið er fæðing dóttur hans. Stærsta stundin í golfinu er að hafa keppt á Opna bandaríska risamótinu 2010.
Meðal þess sem hann langar til að gera í framtíðinni er að sigra á PGA Tour.
Compton starfar með Transplant Foundation og Donate Life America.
Compton hlaut Golf Writers Association of America’s Ben Hogan Award árið 2009.
Compton hlaut Babe Didrikson Zaharias Courage Award árið 2012 af hálfu US Sports Academy og voru þau veitt í Disney í Children’s Miracle Network Hospitals Classic mótinu.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster