Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2013 | 07:00

LPGA: 3 leiða á Kraft Nabisco

Í gær hófst fyrsta risamót kvennagolfsins: Kraft Nabisco Championship. Að venju er spilað á Dinah Shore Championship golfvellinum í Mission Hills kántrí klúbbnum í Rancho Mirage, í Kaliforníu.

Eftir 1. dag eru 3 kylfingar efstir og jafnir: þær NY Choi, norska frænka okkar Suzann Pettersen og enska stúlkan Jodi Ewart Shadoff, sem varð nr. 1 á úrtökumóti Q-school LPGA árið 2012. Allar eru þær búnar að spila á 4 undir pari, 68 höggum.

Jafnar í 4. sæti eru Amy Yang frá Suður-Kóreu og hin sænska Anna Nordqvist, báðar höggi á eftir, á 3 undir pari, 69 höggum.

Ellefu kylfingar eru síðan í 6. sæti á 2 undir pari, 70 höggum þ.á.m. Jessica Korda, Angela Stanford og Inbee Park.

Af öðrum áhugaverðum kylfingum mætti geta að nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Stacy Lewis er í T-44  á 1 yfir pari; fyrrum nr. 1 á heimslistanum Yani Tseng er T-23 þ.e. deilir 23. sætinu ásamt 20 öðrum kylfingum, þ.á.m. Michelle Wie og Lydiu Ko, sem allar eru búnar að spila á sléttu pari.

Til þess að sjá stöðuna á Kraft Nabisco í heild eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: