Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 5. 2013 | 13:00

Steinberg ver nýju Tiger auglýsinguna

Enginn þekkir Tiger Woods eins vel og umboðsmaður hans Mark Steinberg.

Steinberg hefir séð um mál Woods allt frá því Tiger gerðist atvinnumaður 1996.

Hann hefir verið við hlið Tiger í öll 14 skiptin sem Tiger hefir unnið á risamóti og var til staðar fyrir hann þegar Tiger skrapaði botninn á lægsta punkti ferilsins.

Nýjasta Nike auglýsingin með Tiger „Winning takes care of everything“ hefir hlotið mikla gagnrýni.

Steinberg svarar þeirri gagnrýni í grein eftir Diane Brady í Business Week

„Það er mjög óheppilegt það, sem tekið hefir verið úr samhengi,“ sagði Steinberg.

„Í yfir 3 ár hefir fólk verið að spyrja: „Hvernig fer hann að því að verða aftur nr. 1? Hvað þarf til? Það er mjög auðvelt svar við því: að sigra. Það er eina samhengið sem auglýsingunni var ætlað að höfða til.“

Og Steinberg hefir einnig talað um samskipti sín við Woods og lýst því sem „áhyggjuefni“ þegar Tiger talaði um að vera 100% heilbrigður að hafa það markmið að slá við meti Jack Nicklaus um sigra í 18 risamótum.

„Það voru margir efasemdarmenn þarna úti,“ sagði Steinberg.

„Þegar Tiger horfði í augu mér og sagði: „Ég er frískur núna. Ég get æft,“ vissi ég að þetta væri nokkuð til að hafa áhyggjur af. Heilsa hans er loks komin á það stig sem það var fyrir árum síðan.“

„Við komum ekki til með að gera 3 eða fleiri samninga næstu 2 mánuði vegna þess að hann er nr. 1 á heimslistanum og vill hamra járnið meðan það er heitt. Það er fremur gamaldags nálgun í viðskiptum sem eru jafn fáguð og hans. Tiger og ég höfum komið að þeim punkti þar sem hann er í fullkomnu jafnvægi í lífinu. Hann verður að halda áfram að vera frábær faðir. Hann verður að halda áfram að vera yfirburðakylfingur. Hann þarfnast tíma til æfinga. Hann hefir nú þegar fullt af styrktaraðilum. Við erum e.t.v. að leita að einum stórum alþjóðlegum í viðbót.“

„Fólk dvelur of mikið í fortíðinni. Ég vil tala um framtíðina. Ég er ekkert pirraður þó nokkrir styrktaraðilar hafi hætt að styrkja hann. Það eru styrkir sem eru að eilífu og það eru nokkrir sem eru það ekki. Þeir hjá Nike hafa verið frábærir.

„Margir spyrja: „Hvernig er að vinna með Rory McIlroy og Tiger undir Nike vörumerkinu?“ Þeir (hjá Nike) vita hvernig er að vera umboðsmaður súperstjarna. Þeir hafa gert mikið fyrir Tiger merkið. Þeir hafa hjálpað til við að móta feril hans á golfvellinum.“

„Ég hef verið í þessum bransa í 21 ár.  Ég veit ekki hvort ég er góður umboðsmaður eða frábær umboðsmaður eða goðsagnarumboðsmaður. Ég reyni að láta þetta ekki snúast um mig. Það snýst um umbjóðendurna. Ég reyni að vera á bakvið tjöldin.“

“Tiger er jafnsterkur andlega og hver annar. Það er það, sem hinir frábæru hafa til brunns að bera. Michael Jordan vildi ná 37 stiga leik (og náði) í NBA Finals þegar hann gat varla staðið vegna flesnu.Ég hef séð Roger Federer spila fimm set-matches (í tennis), þar sem hann var ákveðinn að tapa ekki.“

„Það var erfitt fyrir okkur báða þegar Tiger var svona illilega meiddur. Hann virtist bara ekki fá hnéð gott; hann virtist ekki ná sig góðum af meiðslunum í hælnum. Allir búa sér til nýtt norm þegar þeir ganga í gegnum lífið. Hann einbeitir sér að framtíðinni.“