Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2013 | 14:15

Wie og Pettersen í nýrri Nike auglýsingu

Það eru ekki bara Tiger, Rory, Nick Watney og Thorbjörn Olesen sem auglýsa fyrir Nike ….. Nei, ekki aldeilis. Sjá má Michelle Wie, Suzann Pettersen, Jhonattan Vegas og Paul Casey í nýrri Nike auglýsingu, þar sem þau auglýsa nýja Nike Method pútterinn. Til þess að sjá myndskeið með auglýsingunni SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2013 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hannah Yun – 13. apríl 2013

Það er bandaríski kylfingurinn Hannah Yun sem er afmæliskylingur dagsins. Hannah er fædd 13. apríl 1992 og á því 21 árs afmæli í dag. Hannah var ein af nýliðum á LPGA mótaröðinni keppnistímabilið 2012  Hún byrjaði að spila golf 4 ára. Hún segir pabba sinn vera þann einstakling sem hafi haft mest áhrif á feril sinn. Hún á eina eldri systur, Catherine. Meðal áhugamála Hönnuh eru evrópskir sportbílar. Hannah komst á LPGA Tour í fyrstu tilraun sinni og er þegar búin að landa stórum styrktarsamningi… við TaylorMade. Sem áhugamaður spilaði Hannah með golfliði University of Florida, þar sem hún var SEC All-Conference First Team selection árið 2008 og  NGCA All-American Honorable Mention Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2013 | 13:13

Tiger fær etv. frávísun úr Masters

Svo kann að fara að Tiger Woods verði vikið úr the Masters vegna þess að hann lét boltann falla ólöglega þegar bolti hans fór í stöng 15. braut Augusta National (Firethorn) og þaðan út í vatn. Þetta var 3. högg Tiger á þessari par-5 braut, frá 87 yarda (þ.e. u.þ.b. 80 metra) færi fyrir erni.  Hann lét boltann síðan falla gegn höggi í víti, sló honum nálægt stöng og bjargaði skolla á holuna. Skv. reglu 26-1 og staðarreglum hafði Tiger 3 valkosti úr vatnstorfærunni, sem er tjörn fyrir framan flötina: 1 Hann gat slegið frá fallreit, sem hann kaus að gera ekki vegna þess að honum líkaði ekki legan. (Staðarregla) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2013 | 08:45

Guan yngstur í gegnum niðurskurð

Guan Tianlang, 14 ára áhugamaðurinn frá Kína var þegar búinn að skrifa sig inn í sögubækurnar fyrir að vera sá yngsti til þess að hafa fengið þátttökurétt í Masters. Nú í gær, föstudaginn 12. apríl 2013 setti hann annað met – hann er sá yngsti til þess að komast í gegnum niðurskurð á PGA Tour móti. Guan kláraði fyrstu 36 holurnar á samtals 4 yfir pari, eftir að hafa verið á 3 yfir pari, 75 höggum, á föstudaginn, þar sem 1 höggið var víti fyrir of hægan leik. Hann var í hættu að ná ekki niðurskurði því hefði Jason Day fengið fugl á aðra af síðustu tveimur holunum hefði Day Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 23:59

Day leiðir eftir 2. dag á Masters

Það er Jason Day, sem er í forystu þegar The Masters er hálfnað. Day lék á 6 undir pari, 138 höggum samtals (70 68). Fred Couples og Marc Leishman deila 2. sætinu, léku á samtals 5 undir pari, 139 höggum, hvor; Couples (68 71) og Leishman (66 73). Fjórða sætinu deila 4 kylfingar á 3 undir pari, 140 höggum: Jim Furyk (69 71); Brandt Snedeker (70 70) og Angel Cabrera (71 69). Sjö kylfingar deila síðan 7. sætinu, þeir Tiger Woods, Justin Rose, Adam Scott, Jason Dufner, David Lynn, KJ Choi og Lee Westwood; allir á samtals 3 undir pari, 141 höggi, hver. Góðu fréttirnar eru þær að Guan Tianlang, Thorbjörn Olesen, Branden Grace, Bubba Watson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 23:30

Myndasería frá 2. degi Masters

Það sem er meðal helstu frétta frá 2. degi á Masters risamótinu var að Spánverjinn Sergio Garcia átti afleitan 2. hring. Eftir að hafa verið í forystu eftir 1. daginn á glæsilegum 66 höggum, náði hann ekki að fylgja því eftir og lék á 76 höggum – 10 högga munur milli daga. Og auðvitað var Sergio ekki ánægður og suðrænt skap hans kom berlega í ljós eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Annað markvert af 2. degi var að hæsti áhugamaðurinn í mótinu, Guan Tianlang, 14 ára frá Kína hlaut 1 högg í víti vegna of hægs leikjar. Lengi vel var vafi um hvort hann kæmist áfram Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 22:00

Hver er Nandina á Masters?

The Masters risamótið sem er það 77. nú í ár fer að venju fram í Augusta National Golf Club. Spurningin í fyrirsögn greinarinnar var hvort vitað væri hver Nandina væri? Ef þið lesið eftirfarandi þá komist þið að því hver Nandina er, ef þið hafið þá ekki þegar vitað það, en hér fer kynning/upprifjun á hverri holu á Augusta National vellinum: Klúbbhús Augusta National. 1. braut (Tea Olive), 445 yardar, (407 metrar), par-4: Djúp sandglompa er til hægri, en lögun flatarinnar gerir þetta að erfiðri upphafsholu og sérstaklega var hún erfið 2005 þegar teigurinn var færður aftur 20 yarda (18  metra). Það eru grenitré til vinstri handar og brautin fer í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 21:45

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og félagar luku leik í 1. sæti á Natural State Golf Classic mótinu

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012 og golflið Faulkner tóku dagana 7.-9. apríl 2013 þátt í Harding Natural State Golf Classic mótinu í Heber Springs, Arkansas. Hrafn lék á samtals á 6 yfir pari, 148 höggum(74 74)  og varð í 11. sæti í einstaklingskeppninni. Skorið hans var 3. besta skor Faulkner, sem landaði 1. sætinu og taldi það því í glæsiárangri liðsins í liðakeppninni!!! Í mótinu tók einnig þátt  Sigurður Björgvinsson, GK, sem spilaði með B-liði Faulkner.  Sigurður varð T-37 í einstaklingskeppninni á 16 yfir pari, 158 höggum (79 79). Eins voru meðal þátttakendanna 73 í mótinu klúbbmeistari GKJ 2012, Theodór Karlsson og Ari Magnússon GKG og golflið University of Arkansas at Monticello.  Theodór lauk leik Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 21:30

GR: Góð mæting á reglukvöldi

Það var gaman að sjá hversu margar GR konur sáu sér fært að mæta á reglukvöld okkar í Grafarholtinu þegar þeir Hinrik G Hilmarsson og Þorsteinn Svörfuður yfirdómarar GR og alþjóðlegir dómarar kynntu breytingar sem orðið hafa á golfreglum og tóku gildi um síðustu áramót. Aðalefni fundarins var leikhraði á golfvellinum. Leikhraði er stærsta vandamálið í golfheiminum í dag. Rúmlega 5 klst golfhringir samræmast ekki lengur lífstíl fólks, við höfum einfaldlega ekki tíma í þessa viðveru á golfvellinum. Í auknum mæli er fólk allt í kringum okkur að gefast upp á íþróttinni vegna þess hversu langan tíma tekur að stunda hana. Úr þessu verður að bæta og á þessu verður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 21:21

Tiger kominn í forystu

Marc Leishman sem var í forystu eftir 1. dag ásamt Sergio Garcia, en báðir voru á 66 höggum, var nú í þessu að fá skolla á par-4 14. holuna, þannig að hann er nú á samtals 5 undir pari og deilir 1. sætinu með Tiger og Fred Couples. Tiger var að klára fyrri 9 á 33 höggum, þar sem hann fékk 3 fugla og enga skolla!!! Það eru 7 ár síðan Tiger vann síðast á Masters, en í ár kom hann í virkilega góðu formi heilsulega séð með 3 vinninga í beltinu, það sem af er árinu. Verður það Tiger sem klæðist græna jakkanum á sunnudaginn? Það eina sem maður Lesa meira