Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 21:21

Tiger kominn í forystu

Marc Leishman sem var í forystu eftir 1. dag ásamt Sergio Garcia, en báðir voru á 66 höggum, var nú í þessu að fá skolla á par-4 14. holuna, þannig að hann er nú á samtals 5 undir pari og deilir 1. sætinu með Tiger og Fred Couples.

Tiger var að klára fyrri 9 á 33 höggum, þar sem hann fékk 3 fugla og enga skolla!!!

Það eru 7 ár síðan Tiger vann síðast á Masters, en í ár kom hann í virkilega góðu formi heilsulega séð með 3 vinninga í beltinu, það sem af er árinu.

Verður það Tiger sem klæðist græna jakkanum á sunnudaginn?

Það eina sem maður vonar er að Leishman og Tiger fari ekkert  mikið fram úr Couples á samtals 5 undir pari ….til þess að Guan Tianlang og Thorbjörn Olesen, Branden Grace, Lucas Glover, John Petersen, Ryo Ishikawa og Bubba Watson og þeir sem spilað hafa á 4 yfir pari komist áfram á 10 högga undanþágunni!!!

Til þess að þessir 7 framangreindu komist í gegnum niðurskurðinn má efsti maður aðeins vera á 6 undir pari; leiki hann á samtals 7 undir pari komast sjömenningarnir ekki áfram í gegnum niðurskurð.