Jason Day
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 23:59

Day leiðir eftir 2. dag á Masters

Það er Jason Day, sem er í forystu þegar The Masters er hálfnað. Day lék á 6 undir pari, 138 höggum samtals (70 68).

Fred Couples og Marc Leishman deila 2. sætinu, léku á samtals 5 undir pari, 139 höggum, hvor; Couples (68 71) og Leishman (66 73).

Fjórða sætinu deila 4 kylfingar á 3 undir pari, 140 höggum: Jim Furyk (69 71); Brandt Snedeker (70 70) og Angel Cabrera (71 69).

Sjö kylfingar deila síðan 7. sætinu, þeir Tiger WoodsJustin Rose, Adam Scott, Jason Dufner, David Lynn, KJ Choi og Lee Westwood; allir á samtals 3 undir pari, 141 höggi, hver.

Góðu fréttirnar eru þær að Guan Tianlang, Thorbjörn Olesen, Branden Grace, Bubba Watson, Ryo Ishikawa, John Peterson og Lucas Glover komust áfram á 10 högga undanþágunni, en þeir voru á samtals 148 höggum, hver eða 10 höggum frá forystumanninum Jason Day.

Meðal evrópskra kylfinga, sem ekki náðu niðurskurði voru: Walesverjinn Jamie Donaldsson, sem var með svo glæsilegan ás á Juniper, par-3 6. brautinni á Augusta National í gær, Matteo Manassero, Louis Oosthuizen, Nicholas Colsaerts, Ian Poulter, Pádraig Harrington og Francesco Molinari.

Til þess að sjá stöðuna þegar The Masters er hálfnað SMELLIÐ HÉR: