Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 23:30

Myndasería frá 2. degi Masters

Það sem er meðal helstu frétta frá 2. degi á Masters risamótinu var að Spánverjinn Sergio Garcia átti afleitan 2. hring.

Eftir að hafa verið í forystu eftir 1. daginn á glæsilegum 66 höggum, náði hann ekki að fylgja því eftir og lék á 76 höggum – 10 högga munur milli daga.

Og auðvitað var Sergio ekki ánægður og suðrænt skap hans kom berlega í ljós eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Annað markvert af 2. degi var að hæsti áhugamaðurinn í mótinu, Guan Tianlang, 14 ára frá Kína hlaut 1 högg í víti vegna of hægs leikjar.

Lengi vel var vafi um hvort hann kæmist áfram en svo virðist nú sem hann rétt sleppi á 10 högga reglunni eins og reyndar Masters sigurvegarinn frá því í fyrra Bubba Watson.

Til þess að sjá myndir frá 2. degi The Masters 2013 SMELLIÐ HÉR: