
GR: Góð mæting á reglukvöldi
Það var gaman að sjá hversu margar GR konur sáu sér fært að mæta á reglukvöld okkar í Grafarholtinu þegar þeir Hinrik G Hilmarsson og Þorsteinn Svörfuður yfirdómarar GR og alþjóðlegir dómarar kynntu breytingar sem orðið hafa á golfreglum og tóku gildi um síðustu áramót.
Aðalefni fundarins var leikhraði á golfvellinum.
Leikhraði er stærsta vandamálið í golfheiminum í dag. Rúmlega 5 klst golfhringir samræmast ekki lengur lífstíl fólks, við höfum einfaldlega ekki tíma í þessa viðveru á golfvellinum. Í auknum mæli er fólk allt í kringum okkur að gefast upp á íþróttinni vegna þess hversu langan tíma tekur að stunda hana.
Úr þessu verður að bæta og á þessu verður tekið, hér heima eins og gert hefur verið í löndunum allt í kringum okkur.
Þeir Hinrik og Þorsteinn fóru yfir þær reglur sem settar hafa verið varðandi leikhraða í Bandaríkjunum, Kanada og Skandinavíu og kynntu hvernig reglurnar verði hér á landi þegar golfvellir opna nú þegar vora tekur:
„Ef viðvörun dugir ekki og leikhraði eykst ekki, þá er bara að taka upp boltann og fara á næsta teig.“
Skilaboðin eru skýr. Hinrik og Þorsteinn boða hertar aðgerðir varðandi leikhraða.
Og hvernig má bæta úr og auka leikhraðann?
Jú, spila „ready to play“ golf, minnka spjallið á vellinum, hugsa fram fyrir okkur, ganga rösklega að boltanum á milli högga, ákveða hvaða kylfur á að nota á meðan meðspilarar slá, hvar skiljum við kerruna eftir við flötina, þurfum við að labba til baka til að ná í hana? Hleypa fram úr á braut þegar bolti er týndur osfrv. Allt þetta telur í baráttu við tímann. Umfram allt, halda í hollið fyrir framan okkur!
Heimild: grgolf.is
- maí. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bill Haas og Nick Dougherty – 24. maí 2022
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Olga Gunnarsdóttir – 23. maí 2022
- maí. 15. 2022 | 23:59 PGA: KH Lee sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu
- maí. 15. 2022 | 21:00 NGL: Axel Bóasson sigraði á Rewell Elisefarm Challenge
- maí. 15. 2022 | 20:00 LPGA: Minjee Lee sigraði á Cognizant Founders Cup
- maí. 15. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Horsefield sigraði á Soudal Open
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022