Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2013 | 16:45

Heldur Fred Couples út?

Fred Couples er stórhættulegur á Augusta National og takist honum að sigra skrifar hann sig í sögubækurnar fyrir að vera elsti keppandinn til þess að hafa sigrað á the Masters. Couples er 53 ára, fæddur 3. október 1959.

Síðast sigraði Couples á The Masters 1992, fyrir 21 ári.

Hins vegar er þekkt að í mótum byrji Couples vel, en brotni síðan niður. Spurning hvernig og hvort hann stenst álagið nú um helgina.  Sem stendur er Fred Couples T-2, þ.e. jafn Ástralanum Marc Leishman í 2. sæti á samtals 5 undir pari, aðeins 1 höggi á eftir forystumanninum Jason Day.

En jafnvel þó Couples standi ekki uppi sem sigurvegari er varla nokkur spurning hver sé meðal þeirra svölustu (meðal enskumælenda er Couples oftar en ekki kallaður „Cool Cat“), en það er án nokkurar spurningar einn af elstu þátttakendunum í aðalmótinu sem nú er í 2. sæti ….. Fred Couples.