
Afmæliskylfingur dagsins: Roberto de Vicenzo – 14. apríl 2013
Það er argentínski stórkylfingurinn Roberto de Vicenzo, sem er afmæliskylfingur dagsins. De Vicenzo fæddist í Villa Ballester, úthverfi Buenos Aires, 14. apríl 1923 og á því 90 ára stórafmæli í dag!!! Það er m.a. De Vicenzo vegna sem Ángel Cabrera blóðlangar til þess að sigra á the Masters risamótinu í dag, til þess að heiðra afmælisdag þessa aldna heiðurskylfings.
De Vicenzo gerðist atvinnumaður 1938 (þ.e. fyrir 75 árum!!!) og hefir á löngum ferli sínum, sem atvinnumaður unnið á yfir 230 mótum um allan heim, þar af 8 á PGA Tour. Þekktastur er hann þó fyrir að sigra á Opna breska 1967, fyrstur Argentínumanna til þess að vinna risamótstitil. De Vicenzo hlaut inngöngu í frægðarhöll kylfinga 1989.

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022