Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2013 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Roberto de Vicenzo – 14. apríl 2013

Það er  argentínski stórkylfingurinn Roberto de Vicenzo, sem er afmæliskylfingur dagsins. De Vicenzo fæddist í Villa Ballester, úthverfi Buenos Aires, 14. apríl 1923 og á því 90 ára stórafmæli í dag!!! Það er m.a. De Vicenzo vegna sem Ángel Cabrera blóðlangar til þess að sigra á the Masters risamótinu í dag, til þess að heiðra afmælisdag þessa aldna heiðurskylfings.

De Vicenzo gerðist atvinnumaður 1938 (þ.e. fyrir 75 árum!!!) og hefir á löngum ferli sínum, sem atvinnumaður unnið á yfir 230 mótum um allan heim, þar af 8 á PGA Tour. Þekktastur er hann þó fyrir að sigra á Opna breska 1967, fyrstur Argentínumanna til þess að vinna risamótstitil. De Vicenzo hlaut inngöngu í frægðarhöll kylfinga 1989.

Argentínski kylfingurinn Roberto de Vicenzo eftir sigur á Opna breska

Argentínski kylfingurinn Roberto de Vicenzo eftir sigur á Opna breska

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag:  Meg Mallon (fyrirliði Bandaríkjanna í Solheim Cup), 14. apríl 1963 (50 ára merkisafmæli!!!);  Simon Wakefield, 14. apríl 1974 (spilar á European Tour og er 39 ára í dag)… og …

F. 14. apríl 1945 (68 ára)

F. 14. apríl 1979 (34 ára)
 
Spænski stórkylfingurinn Hugo Maldonado
F. 14. apríl 1966 (47 ára)

F. 14. apríl 1961 (52 árs)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is