Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2013 | 23:59

Golfgrín á laugardegi

Pabbinn háttaði 3 ára dóttur sína, sagði henni sögu og hlustaði síðan á bænir hennar, sem hún lauk með því að segja: „Guð blessi mömmu, Guð blessi pabba, Guð blessi ömmu og bless afi.“

„Pabbinn spurði: „Af hverju sagðirðu bless afi?“

Litla stelpan svaraði: „Ég veit það ekki, mér fannst bara rétt að segja það.“

Næsta dag dó afinn. Pabbinn hélt að þetta væri nú skrítinn tilviljun.

Nokkrum mánuðum síðar er pabbinn enn eitt skiptið að  fylgja  litlu stelpunni sinni í rúmið og hlustar á bænir hennar. Hún segir: „Guð blessi mömmu, Guð blessi pabba og bless amma.“

Næsta dag deyr amman.

„Jesús Pétur,“ hugsar pabbinn „barnið er þrælskyggnt.“

Nokkrum vikum síðar þegar stelpan er enn eitt skipti að hátta heyrir pabbinn hana segja: „Guð blessi mömmu og bless pabbi.“

Pabbinn sjokkeraðist algerlega. Hann gat ekkert sofið um nóttina og var komin á fætur fyrir allar aldir til þess að fara á skrifstofuna.

Hann var á taugum allan daginn, fékk sér hádegismat og fylgdist stöðugt með klukkunni.

Eitthvað sagði honum að ef hann „meikaði“ það fram að miðnætti myndi allt verða í lagi. Honum fannst hann öruggur á skrifstofunni sinni þannig að hann var þar, drakk kaffi og horfði stöðugt á úrið sitt og stökk upp við minnsta hljóð. Loks kom miðnætti og hann varpaði öndinni léttar og fór heim.

Þegar hann kom heim sagði konan hans: „Ég hef aldrei orðið vitni að því að þú þyrftir að vinna svona lengi. Hvað er að?“

Hann svaraði: „Ég vil ekki tala um það, ég átti bara versta dag lífs míns.“

Eiginkonan sagði: „Ef þú heldur að þú hafir átt slæman dag þá trúirðu aldrei hvað kom fyrir mig.“

„Í morgun datt golfkennarinn minn dauður niður í miðjum golftíma!“….