Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2013 | 10:45

Hvað er í pokanum hjá Snedeker?

Í gær var Brandt Snedeker á 3 undir pari, 69 höggum á Augusta National og leiðir fyrir lokahringinn, sem verður spilaður í kvöld ásamt Argentínumanninum Angel Cabrera. Báðir eru á samtals  7 undir pari, 209 höggum . Á skollafríum hring sínum var Snedeker með eftirfarandi í pokanum:

DRÆVER: TaylorMade Burner SuperFast (8.5°) með  Fujikura Motore VC 7.2 skafti.

BRAUTARTRÉ: Tour Edge Exotics CB4 (13°) með Fujikura Motore Speeder 8.1X skafti.

BLENDINGUR: Ping Anser (20°) með UST Mamiya 100 X skafti.

JÁRN: Bridgestone J40 Cavity Back (4-PW) með SteelFiber i95 Constant Weight sköftum.

WEDGAR: Bridgestone J40 (52° og 56°) og Titleist Vokey Design TVD (60°) með  True Temper Dynamic Gold S400 sköftum.

PÚTTER: Odyssey White Hot XG Rossie.

BOLTI: Bridgestone B330.