Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 14. 2013 | 14:00

Rory:„Veit ekki hvað ég á að gera“

Kringumstæðurnar voru ólíkar en útkoman næstum sú sama fyrir Rory McIlroy.

Fyrir 2 árum var McIlroy í forystu fyrir lokahringinn á Augusta National og var á 80 höggum. Í gær, á laugardeginum á Masters, var hann alveg jafn týndur eftir að hafa verið á 79 höggum og þ.á.m. með tvær 7-ur á skorkorti sínu.

„Ég veit ekki hvað ég á að gera,“ sagði Rory leitandi að svari við gátunni sem Augusta National hefir verið fyrir hann. „Mér finnst eins og ég hafi spilað nógu yfirvegað. Ég meina ég var að spila eins og ég veit að ég á að gera. Ég var ekkert að færast of mikið í fang og var ekkert of mikið í vörn. Mér fannst leikplanið mitt rétt, það er bara að ef framkvæmdin er ekki í samræmi við það þá er það dýrkeypt.“

Það dýrkeypta í gær fyrir Rory voru tveir skollar á skorkortinu og einn þrefaldur skolli og það aðeins á 5 holu hluta mótsins, sem hann gaf þetta frá sér eftir að hafa verið aðeins 3 höggum frá forystumanninum, Jason Day, á laugardaginn.

Seinni skollinn kom á par-4 11. brautinni (í Amen Corner) þar sem bolti hans lenti í vatni.

En það átti enn eftir að versna á par-5  15. brautinni þegar 2. högg McIlroy spannst af flöt og í vatn svipað og hjá Tiger á 2. hring, nema bolti Rory fór ekki í stöng. Eftir að hafa slegið af fallreitnum, þrípúttaði Rory.

„Það er lítið svigrúm til mistaka og þegar maður lendir á vitlausum stað á þessum velli refsar hann,“ sagði Rory, sem var á 42 höggum á seinni 9 á 3. hring. „Mér fannst ég búinn að vera á 11. og 15. holu en þetta gengur bara svona.“

Þetta svipar til þess þegar McIlroy dró teighögg sitt á 10. svo langt til vinstri að það lenti milli Peak og Berckman kofanna.

Auðvitað byrjaði Rory ekki illa. Hann fékk fugl á 3. holu og komst á 1. hluta skortöflunnar. En allt annað var úr „sínki“ á 3. hring the Masters 2013, þar sem hann fékk sem segir 12 pör,  3 skolla, 1 skramba og 1 þrefaldan skolla það sem eftir var hringsins.

Auk þess hefir hann í mótinu aðeins hitt 59% brauta og hefir samtals verið með 87 pútt (úr 3 hringjum).

„Þetta eru vonbrigði, sérstaklega eftir svona góða byrjun,“ sagði Rory, sem kom til Augusta National eftir að hafa landað 2. sætinu á Valero Texas Open í San Antonio. „Ég var aðeins nokkrum höggum á eftir forystunni á 7. holu í dag (þ.e. í gær á 3. hring) þegar ég spila 7. – 11. holu á 5 yfir pari og þá voru möguleikar mínir í mótinu fyrir bí.“