Afmæliskylfingur dagsins: Ingólfur Theodór Bachmann – 22. september 2021
Það er Ingólfur Theodor Bachmann, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingólfur Theodór er fæddur 22. september 1975 og á því 46 ára afmæli í dag!!! Ingólfur Theodór Bachmann (46 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Bland, frá S-Afríku, 22. september 1945 (76 ára merkisafmæli!!!); Svanhvít Hallgrímsdóttir, 22. september 1947 (74 ára); Halldóra Helgadottir, 22. september 1949 (72 ára); Jerry Anderson 22. september 1955 (66 ára); Philip Arnold Blackmar, 22. september 1957 (64 ára); Greg Bruckner, 22. september 1959 (62 ár1); Michele Berteotti, 22. september 1963 (58 ára); Mikaela Parmlid (W-7 módel), 22. september 1980 (41 árs); Joaquin Estevez, (frá Argentínu), Lesa meira
Ryder Cup 2021: Fyrirliðarnir gefa vísbendingar um hugsanlegar paranir
Fyrirliðarnir Padraig Harrington og Steve Stricker gáfu vissar vísbendingar um mögulega pörun leikmanna sinna í 43. Ryder bikarskeppninni, ef draga á einhverjar ályktanir af því hvaða kylfingar æfðu saman á Whistling Straits. Evrópumegin voru saman í hóp: nr. 1 á heimslistanum Jon Rahm, Shane Lowry, Tommy Fleetwood og Tyrrell Hatton.Fleetwood vantar nýjan spilafélaga, eftir að Francesco Molinari tókst ekki að komast í liðið. Hugsanlegt er að Rahm verði paraður með vini Harrington, Lowry og nýi spilafélagi Fleetwood verði því Hatton. Ekki er þó víst að þeir eigi skap saman. Paul Casey, Bernd Wiesberger, Matt Fitzpatrick og Ian Poulter var annar ráshópurinn sem fór út, en Poulter verður kannski paraður neð nýliðanum Wiesberger, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sólveig Leifsdóttir – 21. september 2021
Það er Sólveig Leifsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Sólveig er fædd 21. september 1951 og 70 ára. Hún er í Golfklúbbi Ísafjarðar. Sólveig er góður kylfingur og það er sannkölluð ánægja og heiður að spila golf með henni; hún er góður félagi utan vallar sem innan. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Sólveig Leifsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Erna Nielsen, 22. september 1942 (79 ára); Albína Unndórsdóttir (74 ára); Siglfirðingur Siglufirði (63 ára); Hulda Björg Birgisdóttir (61 árs); Lia Biehl, (spilaði á LPGA) 21. september 1969 (52 ára); Svana Lesa meira
Ryder Cup 2021: Graeme McDowell: „Ég er nógu góður til að spila í öðrum Ryder“
Graeme McDowell hefur þegar lýst yfir áhuga á að verða fyrirliði Ryder bikarsins, en fyrrum meistari Opna bandaríska hefir ekki gefið upp vonina um að fá að spila í 5. Ryder bikars keppni. McDowell gaf út á BMW PGA meistaramótinu að hann langaði mjög til að vera fyrirliði Evrópu í Rydernum, sem þá fer fram í Adare Manor árið 2027, en þá verður hann 48 ára gamall. Norður -Írinn telur að þátttaka hans í tilraun liðs Evrópu í Whistling Straits, að halda bikarnum í Evrópu , muni ýta undir löngun hans um að komast í Ryder liðið, sem keppir í Róm árið 2023, þá eftir fjögurra ára fjarveru. „Þetta hefur Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Becky Larson og Jenny Murdock – 20. september 2020
Afmæliskylfingar dagsins eru þær Becky Larson og Jenny Murdock. Becky Larson er fædd 20. september 1961 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Larson spilaði á LPGA og var nýliðaár hennar 1985. Áður en hún komst á LPGA spilaði hún á Futures smámótaröðinni þar sem hún sigraði árið 1984 á Springlake Invitational mótinu og 1984 Alabama Open.Hún útskrifaðist frá Louisiana State University árið 1983 með gráðu í viðskiptafræði (ens. Business Administration). Áður en hún gerðist atvinnumaður átti Larson glæstan áhugamannaferil varð m.a. í 1. sæti á South Dakota State Junior Championship 4 ár í röð (1976-1979). Hún sigraði einnig í South Dakota Women’s Amateur Championship fjögur ár í röð (1978-1981). Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst varð T-20 á Hopps Open
Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt í móti sl. viku á Áskorendamótaröð Evrópu þeir: Andri Þór Björnsson, Haraldur Franklín Magnús, Bjarki Pétursson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Hopps Open de Provence. Skemmst er frá því að segja að tveir fyrstnefndu kylfingarnir komust ekki í gegnum niðurskurð en Bjarki og Guðmundur Ágúst spiluðu um helgina. Mótið fór fram 16.-19. september 2021 í Golf International de Pont Royal, Mallemort, Frakklandi. Guðmundur Ágúst endaði T-20, lék á samtals 9 undir pari, 279 höggum (69 67 73 70). Bjarni varð T-48, lék á samtals 3 undir pari, 285 höggum (69 70 68 78). Sjá má lokastöðuna á Hopps Open með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Kristoffer Broberg sigraði á Dutch Open
Það var sænski kylfingurinn Kristoffer Broberg, sem stóð uppi sem sigurvegari í móti vikunnar á Evróputúrnum, Opna hollenska (ens. Dutch Open). Mótið fór fram dagana 16.-19. september í Bernardus Golf, Cromvoirt, Hollandi. Broberg lék á samtals 23 undir pari, 265 höggum (68 64 61 72). Í 2. sæti varð Þjóðverjinn Matthias Schmid (20 undir pari) og í því 3. spænski kylfingurinn Alejandro Cañizares (18 undir pari). Sjá má lokastöðuna á Dutch Open með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Kristoffer Broberg
Bandaríska háskólagolfið: Tumi Hrafn & félagar sigruðu á EKU Intercollegiate!!! Flottur!!!
Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina háskólanum tóku þátt Í EKU Intercollegiate Championship, sem fram fór 3.-4. september sl. Spilað var í Arlington á heimavelli (Ragnhildar Kristinsdóttur) í EKU, þ.e. í Richmond, Kentucky. Tumi Hrafn lék á samtals 3 yfir pari, 213 höggum (73 70 70) og varð T-22 í einstaklingskeppninni. Hans var auðvitað getið í umfjöllun um mótið á skólavefnum – Sjá með því að SMELLA HÉR: Lið Tuma, Western Carolina University sigraði í liðakeppninni, sem var glæsilegt!!! Sjá má lokastöðuna í EKU Intercollegiate Championship með því að SMELLA HÉR: Í aðalmyndaglugga: Tumi Hrafn Kúld ásamt félögum í sigurliði Western Carolina. Tumi er fyrir miðju myndarinnar. Mynd: Lesa meira
PGA: Max Homa sigraði á Fortinet Championship
Það var bandaríski kylfingurinn Max Homa, sem sigraði á Fortinet Championship. Mótið fór fram dagana 16.-19. september í Napa, Kaliforníu. Homa lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (67 72 65 65). Í 2. sæti varð landi Homa, Maverick McNealy, einu höggi á eftir. Sjá má lokastöðuna á Fortinet meistaramótinu með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur í 2. sæti í einstaklingskeppni á Redbird Inv.!!!!
Ragnhildur Kristínsdóttir, GR og félagar í EKU (Eastern Kentucky University) tóku þátt í Redbird Invitational, dagana 5. -6. september sl. Keppt var í Normal, Illinois og voru keppendur 89 frá 16 háskólum. Ragnhildur gerði sér lítið fyrir og varð í 2. sæti í mótinu, sem er stórglæsilegt!!! Hún lék á samtals 6 undir pari, 210 höggum (69 69 72) og hefði hún spilað lokahringinn eins og tvo fyrri hringi þar á undan hefði hún sigrað í mótinu!!! Glæsileg!!! Lið Ragnhildar, EKU, sigraði í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Redbird Invitational með því að SMELLA HÉR:










