Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2021 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur í 2. sæti í einstaklingskeppni á Redbird Inv.!!!!

Ragnhildur Kristínsdóttir, GR og félagar í EKU (Eastern Kentucky University) tóku þátt í Redbird Invitational, dagana 5. -6. september sl.

Keppt var í Normal, Illinois og voru keppendur 89 frá 16 háskólum.

Ragnhildur gerði sér lítið fyrir og varð í 2. sæti í mótinu, sem er stórglæsilegt!!!

Hún lék á samtals 6 undir pari, 210 höggum (69 69 72) og hefði hún spilað lokahringinn eins og tvo fyrri hringi þar á undan hefði hún sigrað í mótinu!!! Glæsileg!!!

Lið Ragnhildar, EKU, sigraði í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Redbird Invitational með því að SMELLA HÉR: