Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2021 | 22:00

Ryder Cup 2021: Hvernig eru þátttakendurnir 24 „rankaðir“?

Golf Digest birtir langa, ágætis grein, þar sem kylfingarnir 24 í liðum Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder bikarnum, sem hefst eftir viku, er raðað eftir styrkleika. Athygli vekur að evrópskir kylfingar eru í sætunum nr. 1 og 2…. en líka í sætum 23 og 24. Skv. því ætti lið Evrópu að eiga sjéns á sigri; líka m.a. vegna gagnrýndrar „dýnamíkur“ innan liðs Bandaríkjanna, sem og því að yfirleitt eru bandarísku kylfingarnir einstaklingshyggjumenn á háu stigi, sem hafa átt erfiðara með að spila sem lið, en það evrópska. Síðan eru þættir eins og áhorfendur og áhangendur, sem geta skipt máli. Ljóst er, líkt og var í Solheim Cup, að einungis fáir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tonje Daffinrud – 19. september 2021

Afmæliskylfingur dagsins er norski LETAS kylfingurinn Tonje Daffinrud.  Hún er fædd 19. september 1991 í Tønsberg, Noregi. Í dag býr Daffinrud í  Østerås, Oslo. Árið 2009 var Daffinrud m.a. í Junior Solheim Cup. Daffinrud spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of Denver, þar sem Íslandsmeistarinn í höggleik 2021, Hulda Clara Gestsdóttir spilar og nemur nú við. Daffirud útskrifaðist 2014 með gráðu í alþjóða viðskipta- og hagfræði (ens.: International Business and Economics). Árið 2016 sigraði Daffinrud í Norska mótinu í golfi (samsvarandi Íslandsmóti í höggleik) og hlaut hlaut í sigurlaun Kongepokal. Daffinrud gerðist atvinnumaður í golfi 2014 og byrjaði á LETAS, þar sem hún átti 5 topp-5 árangra árið 2014, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2021 | 10:00

Ryder Cup 2021: Na vonsvikinn að vera ekki valinn í lið Bandaríkjanna

Eftir að Kevin Na endaði í þriðja sæti á Tour Championship var hann svo bjartsýnn á möguleika sína á að verða valinn í bandaríska Ryder bikarliðið að hann sagðist ætla að senda bandaríska fyrirliðanum Steve Stricker póst þar sem hann myndi færa rök fyrir því að hann ætti skilið sæti í liðinu. „Ég gerði það. Ég sendi sms og hringdi í hann, “sagði Na í kjölfar opnunarumferðar Fortinet Championship. „Við áttum ágætt samtal sunnudaginn (fyrir viku).“ Símtal Stricker á mánudaginn þar á eftir var ekki svo gott. „Hann hringdi í mig á mánudaginn og sagði:„ Ég hef engar góðar fréttir, “sagði Na. „Þú varst ekki valinn.“ „Það er ömurlegt. Það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2021 | 21:00

LET: Guðrún Brá lauk keppni T-43 á Lacoste Ladies Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK var meðal keppenda á móti vikunnar á LET, Lacoste Ladies Open de France. Mótið fór fram dagana 16.-18. september á kastalavellinum, í Golf du Medoc nálægt Bordeaux, í Frakklandi. Guðrún Brá lék á samtals 2 yfir pari, 215 höggum (71 74 70). Sigurvegari mótsins var Solheim Cup kylfingurinn Celine Boutier, en hún. lék á samtals 11 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Lacoste Ladies Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2021 | 20:00

Golfgrín á laugardegi (38/2021)

Einn á ensku: When a foursome lands their balls really close together you can say „I haven’t seen four balls that close together since Brokeback Mountain“

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Björk Eggertsdóttir – 18. september 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Björk Eggertsdóttir. Steinunn er fædd 18. september 1960 og á því 61 árs árs afmæli. Steinunn er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og hefir m.a. átt sæti í sveit GKG í sveitakeppni GSÍ. Eins hefir Steinunn verið liðsstjóri í mörgum ferðum íslenska kvennalandsliða erlendis. Steinunn er skemmtileg og góður félagi eins og flestir geta borið vott um sem kynnst hafa Steinunni í fjölmörgum golfferðum erlendis sem hún hefir tekið þátt í, t.a.m. á Costa Ballena og Novo St. Petri. Steinunn á 3 dætur: Gunnhildi, Kolbrúnu Eddu og Elísabetu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bryson DeChambeau – 16. september 2021

Það er Bryson DeChambeau, sem er afmæliskylfingur dagsins. Bryson er fæddur 16. september 1993 og er því 28 ára. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á afmæliskylfingnum með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: George Duncan, 16. september 1883-15. janúar 1964; Jerry Haas, 16. september 1963 (58 ára); Iceland Hiking (57 ára)…. og ….. Reykjavik Fasteignasala (28 ára). Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2021 | 09:30

Bandaríska háskólagolfið: Dagbjartur í sigurliði MIZZOU á fyrsta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu!!!

Dagbjartur Sigurbrandsson, GR, spilar með golfliði University of Missouri (skammst. MIZZOU). Dagbjartur og félagar léku í fyrsta mótinu fyrir jól; Turning Stone Tiger Intercollegiate. Mótið fór fram í Verona, New York dagana 5.-6. september sl. og var jafnframt fyrsta mót Dagbjarts í bandaríska háskólagolfinu. Þátttakendur voru 86 frá 15 háskólum. Dagbjartur var í liði MIZZOU, sem gerði sér lítið fyrir og vann mótið. Dagbjartur varð T-26 í einstaklingskeppninni, lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (73 76 73). Glæsilegt!!! Sjá má lokastöðuna á Turning Stone Tiger Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Dagbjarts og félaga er Washington, 20. september n.k. Í aðalmyndaglugga: Dagbjartur og félagar í sigurliði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2021 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Kristín Sól varð T-37 á NSE Women´s Golf Classic

Kristín Sól Guðmundsdóttir, GM, hefir gengið til liðs við golflið Rodger State University í Claremore, Oklahoma. Hún lék í sínu fyrsta móti í bandaríska háskólagolfinu 13.-14. september sl. Mótið bar heitið „22nd Annual NSU Women’s Golf Classic“ og var mótsstaður The Club at Indian Springs í Oklahoma. Þetta var frekar stórt mót – þátttakendur voru 93 frá 16 háskólum. Kristín Sól gekk ágætlega varð T-37, lék á samtals 11 yfir pari, 155 höggum (78 77). Kristín Sól spilaði sem einstaklingur í sínu fyrsta móti, en lið hennar Rodger State varð í 2. sæti í liðakeppninni! Sjá má lokastöðuna á 22nd Annual NSU Women’s Golf Classic með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2021 | 08:30

LET: Guðrún Brá við keppni í Frakklandi – Fylgist með HÉR!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr GK er þessa stundina við keppni á móti vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET). Mótið ber heitið Lacoste Ladies Open de France og fer fram á kastalavelli Golf du Medoc, nálægt Bordeaux, dagana 16.-18. september 2021. Guðrún Brá fer út kl. 14:24 að staðartíma (sem er kl. 12:24 hér heima). Með henni í ráshóp eru franski áhugakylfingurinn Vairana Heck og landi hennar og öllu reyndari kylfingur Manon Gidali.  Fylgjast má með gengi Guðrúnar Brá með því að SMELLA HÉR: